Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 99
BREIÐFIRÐINGUR
97
„Sólin hefur lœknað þig“
Það mun hafa verið um 1915, er Óskar réðist sem ráðsmaður
að Brautarholti á Kjalarnesi. Þar bjó stórbúi Jóhann
Eyjólfsson, alþm. frá Sveinatungu í Borgarfirði ásamt konu
sinni Ingibjörgu J. Sigurðardóttur. Auk búskapar í Brautar-
holti hafði Jóhann bú á Arnarholti og víðar í nágrenni.
Nokkru áður en Óskar tók við ráðsmannsstarfinu þarna
hafði hann um nokkurt skeið kennt slappleika nokkurs, sem
olli honum áhyggjum og óþægindum. Hann hafði leitað til
Halldórs Hansen læknis - eldra. Halldór fann ekki neitt en
vísaði Óskari til Matthíasar Einarssonar læknis. Eftir
nokkra skoðun hjá Matthíasi kvað læknir svo að orði að
hann fyndi ekkert að honum og skyldi hann samt til öryggis
fara í skoðun til Vífilsstaða. Þar réði þá ríkjum hinn merki
og þekkti berklalæknir, Sigurður próf. Magnússon. Eftir
skoðun og röntgenmyndatöku á Vífilsstöðum kom loksins
fram að Óskar var með bris í öðru lunganu. Kvaðst próf.
Sigurður mæla með því að hann færi til dvalar á berklahæli
í Noregi. Væri það staðsett uppi í fjöllum þar sem heiðaloft
tært og sólskin væri meðul til lækninga.
Óskar svaraði Sigurði lækni því einu til, að hvorutveggja
væri, það fyrst, að hann væri fastráðinn sem ráðsmaður í
Brautarholti og í annan stað skorti mjög á fjárhagsgetu í
ferðalag og dvöl í fjarlægu landi. Yrði því að skeika að sköp-
uöu með bata.
Læknirinn sagði þá að heimil væri honum dvöl á Vífils-
stöðum, ef heilsu hans hrakaði, en þótt hann þyrfti ekki á
henni að halda skyldi hann samt mæta til skoðunar að
hausti. Hét Óskar því.
Hóf Óskar síðan ráðsmannsstarfið á þeim tíma, sem um
hafði verið samið. Fyrsta daginn, er sláttur hófst á túninu í
Brautarholti var sérstaklega gott veður, sterkjusólskin og
mikill hiti. Hélst svo allan daginn. Ekki hafði Óskar lengi
staðið við orf sitt, þegar honum fannst sér þverra allir
kraftar. Kom þar að hann varð að kasta sér niður í slægjuna
°g sofnaði hann þarna á túninu. Mun hann hafa sofið þarna