Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 101
Aðalheiður Tómasdóttir
s
Ur dularheimum
Hvar var afi minn?
I
Móðir mín, Ragnheiður Árnadóttir, sagði mér frá því atviki,
er ég nú vil reyna að greina frá, á sem réttastan hátt:
Móðurafi minn hét Árni Jónasson en Jónas var Gíslason.
Þessir þrír feðgar, Árni, Jónas og Gísli, bjuggu á Kárs-
stöðum í Álftafirði á Snæfellsnesi, hver eftir annan. Þegar
þessi saga gerðist bjó þar Árni Jónasson, afi minn, ásamt
konu sinni Kristínu Sigurðardóttur (f. 1847) og börnum
sínum tveim, Sigurði og Ragnheiði, sem síðar varð móðir
mín. Þau voru þá bæði ung.
Bæði Jónas, langafi minn og Gísli, langalangafi minn,
voru skáldmæltir vel og voru almennt kallaðir Skógstrend-
ingaskáld. Um það vitnar þessi vísuhelmingur, sem einhver
gerði, þegar Jónas var enn ungur og lét heyrast eitthvað af
sínum fyrsta kveðskap:
Er nú Jónas orðinn skáld
eins og Gísli karlinn.
Systir Árna Jónassonar var Guðríður Jónasdóttir og átti
heima á Svarfhóli í Miklaholtshreppi. Hún var vel skáldmælt
og skrifaði stundum ljóðabréf til Ragnheiðar móður minnar.
Guðríður átti sex börn, en öll dóu þau á undan henni. Til
þeirra harma vísar þessi vísa hennar:
Þó að úfin þyki dröfn
þankinn engu kvíðir,
minn mun reka rétt í höfn
raunaknör um síðir.
Yngsta barn Guðríðar var Jóhann Gunnar Sigurðsson,