Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
Ég fer og bið Jönu, systur mína, sem var fjórum árum
yngri, að koma með mér. Við leggjum svo af stað saman út
í þetta kolamyrkur. Ekki var langt að fara. Við komum að
skeljahrúgunni og beygjum okkur niður til að ausa upp í
fötuna.
Heyrurn við þá átakanlegt vein, hátt og skerandi, og
fannst mér þetta hræðilega óp koma beint upp úr jörðinni
þar sem við vorum, rétt við hlöðuhornið.
Ég varð skelfingu lostin, fatan hentist eitthvað út í busk-
ann og Jana þaut æpandi og hljóðandi út í myrkrið. Mér
varð fyrst að elta hana og náði ég henni brátt. Kom ég með
hana hágrátandi inn í skúrinn til pabba og sagði honum hvað
fyrir hefði komið.
Hann hló við og sagði: „Nú, hann hefur þá látið ykkur
heyra í sér.“
Svo fór hann sjálfur, rétt á eftir og sótti skeljarnar. Hann
var aldrei hræddur við neitt, þótt eitthvað óvenjulegt bæri
honum fyrir augu eða eyru.
Hann vissi vel af þessum manni þarna og hafði oft áður
verið búinn að heyra hljóð og verða var við eitthvað og jafn-
vel að sjá einhverja mannveru vinstra megin í hlöðunni eða
í horni hennar. En sem betur fór hafði slíkt engin áhrif á
pabba. Hann kunni ekki að hræðast neitt af slíku tagi.
Sagt var, að maður nokkur hefði hengt sig í þessu horni
hlöðunnar. En sá atburður hafði gerst einhverntíma fyrir
mjög löngu og kann ég ekki nánar frá því að segja. En
margir munu hafa orðið hans varir þarna.
II
Móðir mín komst heldur ekki hjá að verða hans vör við og
við. Ymislegt var geymt í hlöðunni, þegar búið var að gefa
fénu úr henni hluta af heyinu, síðari hluta vetrar. Hlaðan var
grafin niður, og lá stigi niður í hana. Mun hann hafa verið
fimm eða sex þrep. Móðir mín hafði beyg af þessum stað.
En hún komst samt ekki hjá því að sækja þangað eitt og
annað, sem vantaði í það og það skiptið. Varð hún þá oft vör