Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 108
106
BREIÐFIRÐINGUR
stjóri og verslunarmaður á Borðeyri. í hans tíð, eða á síð-
ustu áratugum aldarinnar sem leið, sóttu Dalamenn allmjög
verslun til Borðeyrar, þ.e. áður en verslun kom í Skarðsstöð
og Búðardal. Laxdælingar og Haukdælir versluðu alveg á
Borðeyri á þeim árum. Enn í dag sækja Laxdælir á fremstu
bæjum dalsins alla verslun þangað.
Nú var það eitt sinn snemma vors að Theodór á Borðeyri
kemur neðan dal og kemur við í Sólheimum. Erindið var að
fala fylgd yfir heiðina. Sigtryggur afi fór með honum og
hvort heldur var að Theodór lá á að komast sem fyrst norður
yfir, eða af öðrum ástæðum, þá fór afi nokkuð aðra leið en
venjulega var farin. Klaki var byrjaður að losna úr mýrum
og víða á leiðinni óðu hestar þeirra í þar sem flóar eða mýr-
lendi var. Afi valdi stystu leið og skeytti engu um bleytuna.
Allt í einu sekkur hesturinn undir afa. Fór þá alvarlega að
fara um verslunarstjórann, sem bæði var stór og feitur
nokkuð. Kallaði hann til afa hvort þetta væri ekki alveg
ófært. Afi kallaði á móti aðeins þetta: „Leggðu bara aftur
augun, Theodór minn“. Hvort sem Theodór gerði það eða
ekki þá komust þeir klakklaust yfir heiðina enda þckkti afi
Laxárdalsheiði svipað og hlaðið heima í Sólheimum.
,,Hvað ertu m't að gera Sturlaugur minn,
þarna œtlaði ég að liggja"
A fyrri árum var ullin eitt verðmesta innlegg bænda. Pegar
ullarmóttaka hófst á Borðeyri á vorin kepptust bændur hver
um annan þveran að koma tímanlega að morgni, svo tími
gæfist til verslunar og heimferðar samdægurs.
Sturlaugur bóndi (1864-1949) Einarsson í Snartartungu í
Bitru var með kunnari bændum á sinni tíð. Hann verslaði á
Borðeyri á þeim árum, sem Theodór Ólafsson var verslunar-
stjóri. Frá Snartartungu í Bitru og inn að Borðeyri er margra
klukkustunda lestagangur en ekki var verið að setja það fyrir
sig á þeirri tíð.
Nú er frá því að segja að einu sinni í vorkauptíð er Stur-
laugur í Snartartungu kominn eldsnemma að Borðeyri. Ber