Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 109
BREIÐFIRÐINGUR
107
það að á svipuðum tíma, að Theodór verslunarstjóri kemur
til verslunarhússins og Sturlaugur kemur ríðandi nreð lest
sína inn í portið, þar sem taka skyldi bagga af hesturn. Var
hann á kvikum fola, sem hrökk við þegar Sturlaugur snarar
öðrum fæti yfir makka hans. Skipti það engum togum að fol-
inn skellti Sturlaugi ofan í poll í portinu. Ætlaði Sturlaugur
þó sannarlega að verða fyrstur að rétta verslunarstjóranum
hendi á þessum morgni. Þegar Theodór sá hvað verða vildi
kallaði hann til Sturlaugs: „Hvað ertu nú að gera Sturlaugur
minn, þarna ætlaði ég að liggja“.
Fjögur hestverð
Böðvar Magnússon (1851-1928) var um skeið bóndi á Dönu-
stöðum, eða um átta ára skeið. Hann flutti frá Dönustöðum
að Sámsstöðum og dó þar. Hefur hann jafnan verið kenndur
við Sámsstaði. Kona hans var Guðbjörg Þórðardóttir (d. 7.
des. 1912, 62 ára) Jónssonar frá Vatni í Haukadal.
Á þeim árum er Böðvar bjó á Dönustöðum var hann eitt
sinn sem oftar staddur á Borðeyri. Bar þá saman fundum
hans og Jóns Ásgeirssonar á Þingeyrum, þess landskunna
hagyrðings og hestamanns. Var Jón á leið vestur að
Hvammsdalskoti í Saurbæ. Ætlaöi hann að sækja meðul til
Magnúsar homópata Guðlaugssonar eins og fleiri Húnvetn-
ingar gerðu um skeið. Jón varð Böðvari samferða suður yfir
Laxárdalsheiði. Ekki höfðu þeir langt farið á leið suður,
þegar grár foli, sem Böðvar var með, vakti óskipta athygli
Jóns. Sagðist hann gjarnan vilja prófa þennan fola, en
Böðvar dró úr því. Segir nú ekki af ferðum þeirra fyrr en
þeir eru komnir suður í dalinn. Hjá svonefndum Selhöfða,
skammt fyrir neðan Pálsel segir Böðvar honum að nú nregi
hann setjast á gráa folann. Jón Ásgeirsson lét ekki segja sér
það tvisvar. Var lagt á þann gráa og tekinn spretturinn heim
að Dönustöðum. Var nú Jóni boðið til stofu á Dönustöðum
en undireins og inn var komið hóf Jón að fala folann. Sagðist
hann hiklaust skyldi láta fyrir hann tvo góða hesta. Böðvar
kvað folann ekki falan fyrir það verð. Eftir nokkra stund