Breiðfirðingur - 01.04.1986, Síða 119
BREIÐl IRÐINGUR
117
hafa staðið stuttan tíma en tilraun þessi með því fyrsta á
landinu.
Theodór Johnson veitingamaður hóf búskap í Hjarðar-
holti árið 1924. Hann lét fljótlega byggja klakhús við Laxá.
Stóð það við svonefndan Grófarlæk, Höskuldsstaðamegin
við ána. Theodór fékk reyndan veiðimann, Guðjón Jónsson,
til að sjá um starfrækslu klaksins og veiðiskap í Laxá. Var
árlega sleppt nokkru magni kviöpokaseiða í ána.
Theodór flutti frá Hjarðarholti árið 1931. Var nú ýmsum
bændum í dalnum ljóst að ræktun árinnar þyrfti að halda
áfram. Nú stóðu mál með þeim hætti, að Hjarðarholt átti
allan veiðirétt í Laxá fyrir landi fjögurra jarða, auk heima-
lands. Það var á þessum misserum að Guðmundur á Leið-
ólfsstöðum gerðist forgöngumaður að áframhaldandi ræktun
árinnar. Var forganga hans og framtak með svo farsælum
hætti, að ekki hafa aðrir átt þar drýgri hlut.
Samið var um kaup veiðiréttar á öllum þeim jörðum, er
átt hafði Hjarðarholt áður. Fiskræktar- og veiðifélag Lax-
dæla var svo stofnað árið 1935. Nokkuð gekk í þófi með að
ná samstöðu um málin, t.d. varð að boða þrisvar sinnum til
stofnfundar. Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð:
Guðmundur Guðbrandsson, Leiðólfsstöðum, formaður
Daði Halldórsson, Dönustöðum
Árni L. Tómasson, Lambastöðum.
Guðmundur byggði nýtt klakhús við Þrándargil. Hafði
hann þar alla forsögn á, bæði með byggingu hússins sjálfs og
allan innanbúnað. Það féll svo í hlut hans að sjá um alla
umhirðu klaksins að vetrinum. Alin voru upp kviðpokaseiði.
Fiskræktar- og veiðifélagið fékk strax nokkrar tekjur af
seiðasölu, auk þess sem séð var fyrir þörfum árinnar. Þegar
mest var klakið, munu hafa verið alin um Vi miljón seiða.
Guðmundur hafði umsjón með starfrækslu klakhússins öll
árin, sem hann dvaldi vestra, eða til ársins 1949.
Fiskræktarsaga Laxár í Dölum er orðin býsna löng og með
því elsta, er þekkist á landinu. En fullyrða má, að ekki hafi