Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 125
BREIÐFIRÐINGUR
123
III
Þegar Guðbjörg og Jóhannes fluttu til Hafnarfjarðar voru
börn þeirra á aldrinum 8-18 ára. Þar var þá deyfð yfir
atvinnulífi. Fjórum árum fyrr hafði stærsti útgerðaraðilinn
siglt endanlega burt sex togurum sínum, en allur saltfiskafli
þeirra hafði verið verkaður í Firðinum. Þeim hjónum lánað-
ist þó að fleyta sér á handbjörg sinni. Leið svo fram til ársins
1936. Oliver lauk burtfararprófi í Flensborgarskóla þá um
vorið, eftir þriggja vetra nám, en á sumrum hafði hann verið
verzlunarsendill. Honum var auðveld skólagangan, reyndist
ágætur námsmaður og hafði hug á að nema þar ekki staðar.
Eitt af þeim skipum úr Firðinum, sem hélt norður til síld-
veiða þetta sumar, var línuveiðarinn Örninn. Jóhannes og
Magnús sonur hans, þá 19 ára, voru hásetar á honum. Skip
þeirra feðga átti ekki afturkvæmt. Það fórst 9. ágúst úti fyrir
Melrakkasléttu, að því er ætlað var, og með því öll áhöfnin.
- Þetta áfall raskaði áformum Olivers, þar senr hann taldi
ekki annað koma til greina en að halda í hönd móður sinnar
við að sjá heimilinu farborða. Oft hafði hann orð á því síðar,
að ekki væri víst, að sér hefði vegnað miklu betur í verald-
aramstrinu, þótt skólavegur sinn hefði orðið lengri en raun
varð á.
Oliver hafði áunnið sér það traust sem sendill hjá Pönt-
unarfélagi verkamanna, að honum bauðst verzlunarstarf hjá
Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Vann hann því fyrir-
tæki í rösk fimm ár, fyrst í Hafnarfirði og síðar í Reykjavík,
ávallt sem afgreiðslumaður innanbúðar. Röskleika hans og
lipurð var veitt athygli og þá ekki síður alúðlegu viðmóti,
sem leiddi til þess, að hann átti kost á nýju starfi sumarið
1942, er hann réðst til Bókaverzlunar ísafoldar. Oliver starf-
aði þar sem verzlunarmaður í tvö ár og síðan sem verzlunar-
stjóri í röskan áratug. Á þeim árum varð Bókaverzlun Isa-
foldar einna umfangsmest í þeirri grein hérlendis.
Gunnar Einarsson var prentsmiðjustjóri ísafoldar á
þessum árum, og var samstarf hans og Olivers mikið og