Breiðfirðingur - 01.04.1986, Side 130
128
BREIÐFIRÐINGUR
Ástæðulaust er að vitna til margra um viðskipti við bóka-
útgefandann Oliver Stein, svo mjög sem það væri á sömu
lund, eða áþekkt reynslu Fríðu Á. Sigurðardóttur rithöf-
undar og hún lýsir svo:
„Okkur varð fljótt vel til vina, þótt við hefðum
ólíkar skoðanir á ýmsum málum. Kannski af því, að
við vorum dálítið sérvitur og af því við töldum bæði
Bókina svo mikilvæga og vildum veg hcnnar sem
mestan, og kannski síðast en ekki sízt af því, að við
gátum verið sammála um að vera ósammála, þó að
bæði værum ákafamanneskjur, ef því var að skipta.
Þrjár bækur gaf hann út eftir mig og á það samstarf
bar aldrei skugga. Frá því á ég ekkert nema góðar
minningar. Og það segir kannski ekki svo lítið um
manninn Oliver Stein, því fyrir honum var bókaútgáfa
ævintýri, spennandi og skemmtilegt ævintýri, sem
hann gekk upp í af lífi og sál, cins og reyndar öllu sem
hann gerði, en fyrir mig var þetta þrautaganga, píslir,
sem hann hjálpaði mér í gegnum með fádæma þolin-
mæði, alltaf jafn elskulegur, alltaf með spaugsyrði á
vör á hverju sem gekk. Og meö ákafa sínum og lífs-
fjöri var hann stundum farinn að fá mig til að trúa á
ævintýrið sitt áður en ég vissi af, ég tala nú ekki um, ef
hann bætti eins og einni góðri sögu við eða tveim, því
hann var snjall sögumaður. Fað er ekki lítilsvirði
óreyndum höfundi að lenda hjá slíkum manni“.
VI
Fjórum árum áður en Oliver fluttist suður var Fimleikafélag
Hafnarfjarðar stofnað. Hann heillaðist þegar á Flensborgar-
árum sínum mjög af starfsemi þess, gerðist þar félagi og varð
síðar fræknasti frjálsíþróttamaður þess. Árið 1939 var í
fyrsta sinni á allsherjarmóti ÍSÍ keppt í svonefndu stjórnar-
boðhlaupi. Stjórn FH vann hlaupið að þessu sinni og einnig
næstu fjögur árin. í þessari boðhlaupssveit var Oliver. Hann