Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 132
130
BREIÐFIRÐINGUR
Oliver var vörpulegur maður, hár vexti og samsvaraði sér
vel. Þótt aldur færðist yfir var hann svifléttur í hreyfingum
og minnti ætíð á hinn gamalreynda íþróttagarp, jafnvel eftir
að hann var orðinn bagaður í mjöðmum.
VII
Oliver kom víöa við í félagsstarfi, enda eftir honum sótzt
trausts og halds. Meðan hann var verzlunarstjóri í Isafold,
eða á árunum 1951-1955, sat hann í stjórn Félags íslenzkra
bókaverzlana, í stjórn Bóksalafélags íslands (nú Félag
íslenzkra bókaútgefenda) frá 1959 og formaður þess 1964-
1969 og 1980-1984. Samverkamaður Olivers í þessum
félögum minnist þannig starfa hans þar:
„Ég mun ávallt líta til hans með þakklæti og aðdáun
fyrir það, hvernig honum með einstakri lagni og fórn-
fýsi tókst að hnýta og samtengja skoðanir, sem
stundum virtust vera ósamrýmanlegar. Til þess þurfti
mannkosti og framar öllu vit og skilning á mjög
ólíkum hagsmunum og viðhorfum".
Fram um 1970 hafði Oliver lítil afskipti haft af stjórnmál-
um. Fast var þá leitað eftir, að hann tæki sæti á lista Sjálf-
stæðismanna til bæjarstjórnar. Var hann varafulltrúi í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar 1970-1974 og síðan bæjarfulltrúi til
1978, en kaus að draga sig í hlé þegar því kjördæmabili lauk.
Meðan Oliver var í bæjarstjórn sat hann m.a. í Fræðsluráði
Hafnarfjarðar.
Árið 1920 var stofnað í Hafnarfirði Málfundafélagið
Magni. Meginmarkmið þess var að æfa menn í að flytja mál
sitt í heyranda hljóði. Um tíu ára skeið hélt Magni uppi
alþýðufræðslu með fyrirlestrum. En mesta verk Magna-
manna var að koma upp hinum kunna blóma- og skemmti-
garði í Hellisgerði. Oliver var formaður Magna 1971-1974.
Hann hafði mikinn áhuga á sálarrannsóknum, kosinn í
stjórn Sálarrannsóknarfélags Hafnarfjarðar, þegar það var
stofnað 1967 og var gjaldkeri þess í 10 ár. Margt bóka tengt