Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 135
Ragnar Þorsteinsson
Stjáni litli til sjós og í sveit
Hann hét Kristján Jóhannesson, fæddur 23. des. 1879 á
Eyvindarstöðum á Álftanesi. Ear ólst hann upp, en fór
ungur maður vestur í Dali. Par átti hann heima allt fram á
elliár, en var margar vertíðir á handfæraveiðum á gömlu
skútunum fyrir, cn aðallega eftir aldamótin.
Kristján var lítill vexti og var af kunnugum ævinlega kall-
aður Stjáni litli. Hann var tæplega fimmtugur, þegar ég
kynntist honum og var þá hættur á sjónum. Hann var jafnan
í vegavinnu á sumrum, en við skepnuhirðingu á vetrum,
lengstaf á Harrastöðum í Miðdölum. Það þótti mikið vanda-
verk að stinga góða sniddu, sem kantar voru hlaðnir úr og
Stjáni varð fljótlega einhver besti sniddumaðurinn, sem þá
gerðist. Ég man að stundum gerði Stjáni ekkert allt sumarið
annað en að stinga sniddu. Hleðslumennirnir voru vandlátir
á snidduna og vildu helst ekki hlaða úr sniddu frá öðrum en
Stjána.
Stjáni var mikill húmoristi, kunni fjöldann allan af gaman-
vísum, sem birtust í Speglinum og voru oft ortar við vinsæl
lög. Þessar vísur söng Stjáni oft á kvöldin í tjaldbúðum vega-
manna. Hann hafði ágæta söngrödd og strákarnir hópuðust
að honum og tóku undir sönginn. Ég var með Stjána mörg
sumur í vegavinnu og stundum vorum við tjaldfélagar.
Stundum slæddust með gamlar vísur frá sjómannsárunum,
heldur af grófara tagi og varla ætlaðar eyrum ráðskonunnar.
Stjáni sagði okkur margt frá fyrri tímum, sérstaklega frá
ýmsum atvikum á sjónum.
Þegar hann var kominn hátt á áttræðisaldur átti ég langt
viðtal við hann, sem við tókum upp á segulband og þær frá-
sögur sem koma hér á eftir, eru ritaðar orðrétt eftir bandinu.