Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 143
Margrét Sigurðardóttir
Minningar frá Skoravík
Gunnar Pórðarson, bóndi og hreppstjóri í Skoravík á
Fellsströnd, var fæddur í Köldukinn í sömu sveit 14. júlí
1857. En þar bjuggu foreldrar hans fyrstu æviár hans. Eftir-
farandi bernskuminningu sagði hann mér:
„Það var fyrripart vetrar. Ég mun hafa verið fjögurra ára.
Faðir minn var að smala saman fénu, því að byrjað var að
hýsa ærnar. Ég var að leika mér út á hól, sem heitir Búrhóll.
Þar hafði ég fjárbú mitt. Fénaðurinn var horn og leggir sem
mér höfðu áskotnast í sláturtíðinni fyrr um haustið. Búrhóll
er beint framundan baðstofuglugganum og svo nálægt
bænum að á milli þeirra er varla meira en 25-30 metrar. Sú
hlið Búrhóls, sem að bænum snýr er aflíðandi halli, að
norðan brött brekka, en lágir klettar að sunnan og vestan.
Sléttur er hann að ofan og þar er góður leikvöllur fyrir lítil
börn. - Allt í einu sé ég að pabbi minn (eða svo áleit ég vera)
stendur á hlaðinu og bendir mér að koma, en segir ekki
neitt. Gengur hann af stað. Hann fór afar hægt og rétti
höndina í átt til mín þar sem ég kom í humátt á eftir honum,
en aldrei yrti hann á mig né svaraði þegar ég reyndi að tala
við hann. Lækur rennur norðanvert við túnið í Köldukinn,
sem Krókalækur heitir. En eins og nafnið bendir til rennur
hann í ótal krókum, breiðir sumsstaðar úr sér og er grunnur
þar, en fellur svo annarsstaðar í þröngum stokkum og er þá
svo mjór að auðvelt er að stíga yfir hann. Víða eru í honum
djúpir pyttir. Þessi maður, sem ég hélt vera föður minn,
gengur nú niður með læknum og bendir mér alltaf að fylgja
sér. Fór hann yfir lækinn þar sem ég gat komist. Ef ég kvart-
aði og treysti mér ekki, rétti hann höndina í áttina til mín,
þannig að ég náði næstum á hana, en aldrei komst ég svo