Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 152
Svandís Elímundardóttir
Hvað segir gamla fólkið
Bernskuminningar Margrétar Jónsdóttur, Ijósmóður
Þegar hyrjað var á þættinum „Hvað segir gamla fólkið“, var
mér strax liugsað til Margrétar ljósmóður, eins og kunnugir
kölluðu hana. Ég hringdi til hennar og fór þess á leit, að hún
segði okkur frá einhverju, sem henni væri ljúft að minnast.
Tók hún beiðni minni vel, eins og hennar var von og vísa.
Gef ég svo Margréti orðið.
„Þetta var 1921, árið sem ég fermdist, að ég var lánuð að
Hraungerði til Kristínar Þorsteinsdóttur. Hún lá í rúminu og
var með snert af lungnabólgu. Hildur dóttir Kristínar bað
móður mína um að lofa mér að vera hjá henni á meðan hún
væri veik.
Mitt starf var að sitja hjá Kristínu á daginn, því Páll var
við vinnu. Ég þvoði henni um andlit, hendur og stundum um
fætur, því hún svitnaði mikið, var með stærri konum og eftir
því var hún feit. Rúmið var með trébotni, hálmdýnu,
tveimur undirsængum, þremur koddum, stórri og mikilli
yfirsæng, allt mjög góð rúmföt.
Pá var það mitt verk að taka til. Það voru tvö rúm, á milli
þeirra var borð er stóð undir stafnglugga. Það var siður að
þvo gólf einu sinni í viku. Þá fékk ég mér vatn í fötu, striga-
tusku, grænsápu, sand og fiskiskrúbbu sem ég setti sápuna í.
Ég hafði margfaldan strigapoka undir hnjánum. Þetta fannst
mér mikill heiður að fá að skúra og skrúbba gólfið, sem var
svo hvítt og fallegt þegar það þornaði. Hamast var við að
skrúbba hvern blett með sandi.
Maðurinn hét Páll, sem bjó með þessari hreinlegu konu,
hann var líka svo snyrtilegur og gekk vel um. Allt var strokið