Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 154
152
BREIÐFIRÐINGUR
Ég fékk mikið þakklæti fyrir hjá þessu góða fólki. Eftir
tvær vikur var Kristín farin að klæðast og taka prjónana
sína. Þá var komið að því að kveðja. Hvað haldið þið að ég
hafi fengið í laun? Ég var þá svo mikið barn í mér að ég
gerði mér ekki fyllilega grein fyrir að þetta var mikið kaup.
Það var 20 króna gullpeningur, senr blessuð gamla konan
lagði í lófa minn og kyssti nrig.
Ferðum mínum fækkaði ekki. Mér þótti sjálfsagt að líta til
þeirra og hitta þá Hildi unr leið. Fangað var gaman að koma.
Hún átti svo mikið af fallegri handavinnu, senr alltaf var til
fyrirmyndar. Öll rúnrföt saumuð út eða heklað í þau nrilli-
verk. Heklað teppi og dúkar.
Svo skeður það að Hildur verður ófrísk að sínu fjórða
barni. Þá var ég alltaf að koma til hennar. Allur undirbún-
ingur var vandaður. Fyrst voru öll litlu fötin tekin fram.
Settar reimar í ermar og hálsmál á hvítu kjólunum, sem allir
voru í milliverkum á brjósti og með blúndukraga í háls.
Bleiur voru úr strásykurspokum. Það var hægt að fá þá í
Tangsbúð. Þeir voru teknir í sundur og margþvegnir og
soðnir, þá urðu þetta fínar bleiur. Að þessu búnu sótti
Hildur lítinn trébala fram í búr, setti vatn og sápu í, svo lá
þetta í bleyti yfir nóttina. Þegar búið var að þvo þetta á
bretti og sjóða, var það hengt út á snúru til þerris. Síðan
straujað og það lagt í kommóðuskúffu þar til barnið fæddist.
Það var nú meiri gleðin að sjá svona fallegt. Þegar þessu
var lokið, þá var öllum rúmfötum úr rúmi Hildar, barnasæng
og rugga, sett út og viðrað, síðan var stofan gerð hrein.
Það leið nokkur tími þar til Hildur kenndi sín. Mér fannst
tíminn aldrei ætla að líða. Alltaf þurfti ég að vera að fara og
vita hvort hún væri ekki byrjuð. Mér fannst þetta leiðinda-
bið. Ég þorði ekki að láta bera á, hvað mér leiddist að bíða.
Oft hafði ég hugsað hvað Hildur væri róleg, þó ég kæmi oft.
Jón maður hennar var á sjó og hún ein með börnin.
Svo kemur fæðingin. Ljósmóðir var þá Matthildur Þor-
kelsdóttir. Hún var öllum kær sú kona, bæði í læknis- og
1 j ósmóðursstörfum.