Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 159
BREIÐFIRÐINGUR
157
ömmubróður mínum Hallbirni Bergmann Björnssyni í
Flatey sagði hann mér þessa sögu: Hallbjörn hafði lengi
verið á skipi frá Guðmundi Bergsteinssyni kaupmanni og
útgerðarmanni í Flatcy. Svo var það að ekki gekk saman
með þeim, og þá gerði Hallbjörn þessa vísu:
Er nú smáður, fæ ei far,
fækkar ráði í hendi.
Það var áður að ég var
undir náð hjá Gvendi.
Síðan lagaðist þetta á nrilli þeirra og þá kvað Hallbjörn:
Er ei smáður, fæ því far,
fjölgar ráði í hendi.
Nú er ég - áður eins og var -
undir náð hjá Gvendi.
Minningarnar úr Flatey voru Björgúlfi kærar. Hann ólst
upp þar áður en fór að halla undan fæti með byggðina í
Breiðafjarðareyjum. Um Flatey léku enn þeir vindar, sem
um hana blésu á öldinni sem leið, að minnsta kosti andvari
frá því andrúmslofti, sem Ólafur Sívertsen skapaði með
Framfarastofnuninni í Flatey, menningarstofnun þeirra
Hólsbúðarhjóna, Ólafs prófasts og konu hans Jóhönnu
Friðrikku Eyjólfsdóttur, Hólsbúðarskólanum, og síðast en
ckki síst frá „Fyrsta bókasafni alþýðunnar," sem þau hjón
stofnuðu og stóðu síðan fyrir að „Fyrsta bókhlaða á íslandi
var reist í FIatey.“
Björgúlfur var víölesinn, las jafnan mikið og það jafnvel
eftir að honum förlaðist sjón mjög mikið. Hann var náttúru-
unnandi og náttúruskoðari og hafði yndi af að ferðast um
landið. í þessum efnum fóru áhugamál okkar saman sem á
fleiri sviðum.
Árið 1940 kvæntist Björgúlfur Ingibjörgu Þorleifsdóttur
og voru þau alla tíð mjög samhent. Sonur þeirra er Sigurður,
arkitekt, kvæntur Elísabetu Pétursdóttur frá Hraunum í
Fljótum. Pau eiga eina dóttur, Ingibjörgu Telmu. Hún var
sannur sólargeisli í lífi Björgúlfs síðustu æviár hans.