Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 214
212
BREIÐFIRÐINGUR
prestinum í Vatnsfjörð, heldur fór hann í Engidal í Skutuls-
firði og er vinnumaður þar 1884 og 1885.
Árið 1888 flytur Pétur úr Eyrarprestakalli í Skutulsfjörð
að Norðureyri í Súgandafirði, sem vinnumaður til Friðriku
Friðriksdóttur er þar bjó. Með þeirri vistráðningu réðist
framtíð Péturs.
Friðrika Jónína Georgína Friðriksdóttir Búsk hét hús-
móðirin fullu nafni, fædd 1836 á Brekku á Ingjaldssandi við
Önundarfjörð. Dóttir Friðriks Péturssonar Búsk bónda á
Brekku og seinni konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Friðrika
giftist 1863 Jóni, f. 1838, Jónssyni bónda á Veðrará í Önundar-
firði Sveinssonar. Þau Friðrika og Jón voru fyrst í Önundar-
firði og þar fæddust þrjú eldri börn þeirra, en fluttust síðan
að Norðureyri í Súgandafirði. Par eignuðust þau eina dóttur
er dó barn. Jón Jónsson bóndi á Norðureyri dó þar 1881 og
voru eldri börn hans og Friðriku þá um og yfir fermingu.
Friðrika bjó áfram á Norðureyri með tilstyrk barna sinna og
hafði jafnan vinnumenn að auki. Hún bjó fyrst ein en síðan
í tvíbýli.
I árslok 1888 er Friðrika á 2. býli á Norðureyri og hjá
henni þrír Pétrar. Pétur sonur hennar 19 ára, Pétur Sigurðs-
son úr Skálavík, 18 ára vinnumaður og Pétur Valentínusson
29 ára vinnumaður. Árið 1889 flytja þessi öll frá Norðureyri
og norður að ísafjarðardjúpi. Pétur Sigurðsson til Skálavík-
ur, en hin til Bolungarvíkur.
Þau Pétur Valentínusson og Friðrika Friðriksdóttir giftust
á jóladag 1889. Hann þrítugur, en hún rúmlega fimmtug
ekkja. Síðan áttu þau bæði heima í Bolungarvík til æviloka.
Pétur Valentínusson dó 21. apríl 1920, en Friðrika Friðriks-
dóttir Búsk dó 20. ágúst 1936. Bæði eru þau grafin að Hóli
í Bolungarvík.
Pétur eignaðist ekki börn, en þau Friðrika ólu upp tvær
fósturdætur, Guðrúnu J. Sigurðardóttur, að nokkru og Elísa-
betu Bjarnadóttur. Þær voru sammæðra og dótturdætur
Friðriku, Guðrún 10 árum eldri en Elísabet. Elísabet missti
föður sinn, Bjarna Magnússon úr Engidal, er hún var á