Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 17
SKÍRNIR
BANKAKERFIÐ KNÉSETT
15
Ásetningur kaupandans er augljós þegar slíkar kröfur eru settar
fram við kaup á eignum: Þær miða að því að tryggja kjölfestufjár-
festum alger yfirráð yfir bankanum. Enginn annar markaðsaðili
hefur tækifæri til að ná viðlíka undirtökum í hlutafélaginu og það er
oft gert í því skyni að rýra rétt minnihlutaeigenda. Slík tilhögun
eignarhalds dregur úr aga markaðarins og seljanleika hlutabréfanna
sjálfra sem hvort tveggja veikir stöðu minnihlutaeigenda. Því er
kveðið á um yfirtökuskyldu stórra hluthafa í lögum, en hámarks-
hlutur sem skapar yfirtökuskyldu hefur síðan verið lækkaður í ís-
lenskri löggjöf og er nú 33% (100. gr. laga um verðbréfaviðskipti
nr. 108/2007).
Um söluna á Landsbankanum sagði Davíð Oddsson:
Já, ég held að það hafi ennþá verið vakandi að fá inn svokallaðan kjöl-
festufjárfesti og helst stóran, það var talið mjög æskilegt að fá stóran
hlut erlendis frá og svo reyndar var svona hliðaratriði í því líka á
þessum tíma að það þótti gott að fá inn erlent fé, ekki bara smáhlut.
(Rannsóknarnefnd Alþingis 2010, 1, 6. kafli: 242)
Eftir að áhugi Samson-hópsins kom fram, auglýsti framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu eftir tilboðum í að minnsta kosti 25% hlut
í Landsbankanum eða Búnaðarbankanum og þar með hófst sölu-
ferli Búnaðarbankans einnig formlega (Rannsóknarnefnd Alþingis
2010, 1, 6. kafli: 243).
I lok júlí 2002 fundaði framkvæmdanefndin með þeim fimm
fjárfestum sem lýst höfðu yfir áhuga sínum á að kaupa kjölfestuhlut
í bönkunum og þrír hópar voru valdir til frekari viðræðna. Fram-
kvæmdanefndin fór síðan fram á að hóparnir sendu inn upplýsingar
og tilgreindi fimm áhrifaþætti eða viðmið sem notuð yrðu við val á
fjárfesti. HSBC fór yfir svörin og gaf þeim einkunnir. I mati HSBC
kom fram að Samson-hópurinn hefði enga reynslu af eignarhaldi í
íslenskri fjármálastofnun (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010, 1, 6.
kafli: 247-249).
Hinn 9. september 2002 ákvað ráðherranefnd um einkavæðingu
hinsvegar, í samræmi við tillögu framkvæmdanefndar um einka-
væðingu, að hefja viðræður við Samson-hópinn (Rannsóknarnefnd
Alþingis 2010, 1, 6. kafli: 266). Daginn eftir, 10. september 2002,