Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 126
124
GERHARD SCHREIBER
SKÍRNIR
tekið, getum ekki haft bein og milliliðalaus kynni af, en birtist vits-
munum eftir fullkomlega andlegum leiðum“ (58).
Þessi sérstaki skilningur á skynsemishugtakinu (Schreiber 2009:
58-61) ætti að nægja til að beina okkur frá því að flokka guðfræði-
lega stöðu Magnúsar sem „skynsemishyggju". Skynsemishyggju-
stimpillinn var þegar kominn á Magnús á meðan hann lifði og átti
eftir að verða viðvarandi grunnstef í skrifum um hann. Ástæðuna
fyrir því að guðfræðileg afstaða hans hafði svo lengi verið túlkuð
eða flokkuð sem „skynsemishyggja" má að öllum líkindum rekja
til djúpstæðrar tengingar Magnúsar við Henrik Nicolai Clausen
(1793-1877) sem var kennari hans í guðfræði. Staðreyndin virðist
þó vera sú, hvað sem öðru líður, að Magnúsi hafi ekki þótt hann
skuldbundnari skynsemishyggjuhugmyndum Clausens en svo, að
hann tók hugmyndir hans um skynsemishugtakið ekki í arf né gerði
að sínum.
I bókinni Dr. Martensens trykte moralske Paragrapher (1846)
setur Magnús fram ágreining sinn við siðfræðihugmyndir Marten-
sens. Samkvæmt því sem segir í innganginum sá Magnús sig knúinn
til að halda til streitu ritdeilu sinni við Martensen, og nú á enn
breiðari grundvelli þar sem bók Martensen, Grundrids til Moral-
philosophiens System (1841) naut (allt of) mikillar hylli meðal stúd-
enta í Kaupmannahöfn. Á hinn bóginn hafði trúfræði Martensen
„fallið hvarvetna í áliti“ (Magnús Eiríksson 1846: III) — afrek sem
Magnús þakkaði ekki síst sínum eigin skrifum, vegna þess að eng-
inn annar hafði fjallað á jafn „afgerandi“ hátt um trúfræði hans.
Magnús benti þó á eina eftirtektarverða undantekningu frá þessari
staðhæfingu sinni, sem var bókin „Afsluttende uvidenskabelig
Efterskrift eftir Joh. Climacus, eða Magister S. Kierkegaard“: „Því
að þrátt fyrir að hann hafi gengið lengra en ég í andstöðu sinni við
hinar hefðbundnu kenningar kirkjunnar, hið svokallaða blutlæga, og
þrátt fyrir að trúarhugtök okkar séu ákaflega ólík ... er ljóst að við
erum í grundvallaratriðum sammála um eðli háspekilegrar guðfræði,
einkum þá sem Martensen boðar, sem hann [Kierkegaard] vísar
iðulega til“ (IV). Markmið Magnúsar með bók sinni var að draga
fram í dagsljósið hinn „ókristilega, ótrúarlega, forlagatrúarlega,
algyðistrúarlega eða trúlausa þátt“ í siðfræði Martensen ásamt því