Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 155
SKÍRNIR
GUÐDÓMURINN ER DÝR
153
1968:10). Bannhelgi hvílir á fyrirbærum, dvelur í þeim, og þeirri ró
er raskað með broti gegn þeirri helgi; bannhelgi er rofin. Og í sam-
hengi við óhjákvæmilega sektarkennd gegnumbrjóts, hefnist þeim
ekki sem brotið hafa bannhelgi óviljandi eða gengið óafvitandi um
álagða bannbletti, samkvæmt íslenskri alþýðutrú, heldur er litið á
slíkt sem óvitaskap og skynleysi. Vítin sjálf eru allt í senn áminning,
varnaðarorð, refsiverður verknaður og hegningin fyrir hann, en
fyrst og fremst eru vítin bannhelgi og það dularafl sem þar dvelur,
sem og gegnumbrotið. Því er víti einnig skilmerkileg þýðing á tabu.
Bannhelgi er alltaf ögrandi og ógnandi óáreitt, en ekki hættuleg fyrr
en brotið er gegn henni og helgin rofin: „Þessi dulmögn leita aldrei
á menn að fyrrabragði, og því voru það sjálfskaparvíti, ef þau voru
áreitt“ (Árni Óla 1968: 24). Þetta má með öðrum orðum forðast
með réttri breytni og virðingu, með því að forðast uppreisnarhug og
ágirnd. Álög haldast þótt skipt sé um sið og því má ætla að þetta
sem virðist einfeldningsleg hjátrú í fyrstu, risti dýpra í vitundarlífið
en trúarbrögð og siðir. Árni líkir bannhelgi við rafmagnið sem
„hefnir greypilega þeim mönnum, sem fara forsjárlaust að því“.
Álög eru ekki aðeins til miska og hótanir um ógæfu og ofbeldi,
einnig eru til góð álög þar sem lögð er blessun á lífsviðurværi til að
auka farsæld manna, til dæmis álög Guðmundar biskups góða sem
sagt er frá í jarteinabók hans. Guðmundur biskup ferðaðist um
landið og blessaði og vígði bletti, brunna, lindir og björg; lífs-
hættulega og lífsnauðsynlega staði, „ok urðu þar mikil tákn af því
síðan, meðan menn höfðu trú til at njóta með guðs miskunn."3 Því
eru vítin og þess konar bannhelgi úti í náttúrunni og hafa áhrif á
sálarlífið utan frá, og virðast koma úr iðrum hlutveruleikans.
Yfirleitt er talið að bannhelgin séu guðum eldri og því til staðar
áður en skipulögð trúarbrögð komu til sögunnar. Allt eru þetta
auðvitað opnar tilgátur en engu að síður er álitið nokkuð víst að
bannhelgi sé elsta refsikerfi mannkyns, meðal annars ætlað til að
vernda mikilvægar persónur (konunga, höfðingja, presta) fyrir tjóni.
3 Byskupasögur 1948: 478. Hér er blessunar táknanna notið þar sem Guðmundur
góði hefur opnað fyrir helgidóminn, og hvílir gegnumbrot hans inn í guðdóminn
á nautninni líkt og sjá má víða í kristinni dulhyggju á miðöldum.