Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 67
SKÍRNIR
HLJÓÐMENNING ALÞINGIS
65
undirstöðum samfélagsgerðarinnar. Hávaðinn, ,,[ógreinil.]“, erþað
sem rýfur mörkin á milli áheyrenda og flytjenda og ögrar kvíunum
„þingmaður" og „utanþingsmaður".
Hljóð úr steini:
Svarta keilan og hljóðmenning upplýsmgarinnar
Hljóðheimur Alþingis er á margan hátt táknrænn fyrir samfélag
uppákomunnar eða hvernig fyrirkomulag hlutanna, grundvöllur
samfélagsgerðarinnar, hljómar. Með nokkurri einföldun má halda
því fram að Alþingi nútímans eigi sér rætur í hugmyndastraumum
sem nefndir eru einu nafni upplýsing og er safnheiti yfir breytingar,
byltingar og hugsjónir sem mótuðu stjórnkerfi Vesturlanda frá því
á 18. öld og fram á okkar daga. Hugmyndir um réttarríki, aðskilnað
ríkis og kirkju, skiptingu valds á milli stofnana ríkisins, mannrétt-
indi og regluveldi eru dæmi um hugsjónir þessarar menningarstefnu
sem eru einkennandi fyrir stjórnkerfi íslenska ríkisins. I anda iðn-
væðingar varð starfaskipting allsráðandi við vinnu og framleiðslu,
þróun regluveldisins þýddi einnig aukið stigveldi í stýringu og
stjórnun, og þróun vísinda og fræða leiddi til þess að þekkingarsvið
greindust að, svo sem listir, vísindir og siðferði. Hugmynd Attalis
um hávaða, sem nefnd var hér að framan, er sú að hávaði sé eins-
konar táknmynd andstöðu við þetta skipulagskerfi nútímans.
Viðnámið felst þá einkum í því að brjóta sér leið á milli kvíanna og
hljóma óreiðukennt eða ómstrítt þvert á þær skiptingar sem tekið er
mið af þegar valdi og hlutverkum er úthlutað.
Upplýsingin sjálf sem hugmyndafræði og viðmið á sér einmitt
ákveðna hljóðmenningu sem hefur varðveist í einskonar tóni eða
hljómi sem einkennir hugmyndir okkar um skýra hugsun, þróað
skipulag og framþróun. Þessi hljóðmenning hefur varðveist í arf-
leifð þess sem stundum er kallað æðri tónlist eða klassísk tónlist, en
hún einkennist af líkum hugmyndum um fyrirkomulag hlutanna og
stjórnkerfi upplýsingarinnar almennt með skriflegum skilaboðum,
stigveldisskipulagi og aðgreiningu gerenda frá áheyrendum (Njörður
Sigurjónsson 2010). Bæði er stofnanalegt skipulag hinna klassísku
tónleika, sem tók á sig fast form á dögum upplýsingarinnar, og hug-