Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 43
SKÍRNIR UM HANDFRJÁLSAN BÚNAÐ HUGANS ... 41
lega lesið og lesið í þaula, bók sem við höfum mögulega handleikið
og flett, en er gengin Njáluhöfundi í merg og bein. Biblían er Bókin
í heimi miðaldakristninnar. Sem gerir allar aðrar bækur ónauðsyn-
legar og úreltar og leggur til efnivið í þær bækur sem síðan eru
ritaðar. Helsta menntun sem gafst á miðöldum var klerkleg mennt-
un, það er guðfræðileg, maður sem kunni að skrifa og lesa var sjálf-
krafa innlifaður heimi Biblíunnar, og hinir raunar líka fyrir tilstilli
boðunar kirkjunnar í máli og myndum.
Við getum tekið eitthvert verk, segjum Kristnihald undir jökli
eftir Halldór Laxness og ímyndað okkur að það yrði að uppistöðu-
riti sem við sæktum í allar okkar viðmiðanir um siðferði og breytni.
Hvílík stærð yrði ekki Jón Prímus, Umbi, Úa og þau öll hin, Hnall-
þóra og Jódínus, hver setning fengi sitt númer, hvert minnsta atvik
sögunnar yrði stækkað upp í leiðsögn fyrir þjóðirnar. Þannig er
Biblían klerklærðum miðaldamanni ótæmandi umhugsunarefni og
þar er meðal annars að finna atriðið með Höskuldi Hvítanesgoða,
að breyttu breytanda, nefnilega í I. Mósebók, 37. kafla. Eins og
Höskuldur var augasteinn Njáls var Jósef augasteinn Jakobs sem
hafði átt hann í elli sinni líkt og Njáll sem gengur Höskuldi í föður-
stað aldraður. Og eldri bræður Jósefs öfunda hann líkt og Njáls-
synir taka að öfunda uppeldisbróður sinn. Bæði bræðrasettin afráða
að drepa þann yngsta. Jósef er að binda kornbundin á akri og Hösk-
uldur tók sér kornkippu í hönd og fór út að sá.
Njálssynir drepa Höskuld en bræður Jósefs breyta áforminu á
síðustu stundu — enda hefði Biblían að öðrum kosti ekki orðið öllu
lengri — og selja hann mansali til Egyptalands.
„Þarna kemur draumamaðurinn,“ segja bræður Jósefs í háðskyni
þegar þeir sjá hann koma og minnir á setningu Skarphéðins þegar
Njáll spyr hvað þeir hyggist fyrir að fólskuverkinu afstöðnu. „Lítt
rekjum vér drauma til flestra hluta ..."
Bræður Jósefs taka kyrtilinn sem faðir þeirra hafði gefið honum,
velta honum upp úr svínsblóði til að láta líta út eins og eigandinn hafi
verið étinn af villidýrum og færa föður sínum sem ber kennsl á flík-
ina. Og ekkjan Hildigunnur færir Flosa skikkjuna sem hann hafði
gefið Höskuldi, gegndrepa af blóði.
Atriðið með Höskuldi Hvítanesgoða er einskonar tilbrigði við