Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2014, Page 43

Skírnir - 01.04.2014, Page 43
SKÍRNIR UM HANDFRJÁLSAN BÚNAÐ HUGANS ... 41 lega lesið og lesið í þaula, bók sem við höfum mögulega handleikið og flett, en er gengin Njáluhöfundi í merg og bein. Biblían er Bókin í heimi miðaldakristninnar. Sem gerir allar aðrar bækur ónauðsyn- legar og úreltar og leggur til efnivið í þær bækur sem síðan eru ritaðar. Helsta menntun sem gafst á miðöldum var klerkleg mennt- un, það er guðfræðileg, maður sem kunni að skrifa og lesa var sjálf- krafa innlifaður heimi Biblíunnar, og hinir raunar líka fyrir tilstilli boðunar kirkjunnar í máli og myndum. Við getum tekið eitthvert verk, segjum Kristnihald undir jökli eftir Halldór Laxness og ímyndað okkur að það yrði að uppistöðu- riti sem við sæktum í allar okkar viðmiðanir um siðferði og breytni. Hvílík stærð yrði ekki Jón Prímus, Umbi, Úa og þau öll hin, Hnall- þóra og Jódínus, hver setning fengi sitt númer, hvert minnsta atvik sögunnar yrði stækkað upp í leiðsögn fyrir þjóðirnar. Þannig er Biblían klerklærðum miðaldamanni ótæmandi umhugsunarefni og þar er meðal annars að finna atriðið með Höskuldi Hvítanesgoða, að breyttu breytanda, nefnilega í I. Mósebók, 37. kafla. Eins og Höskuldur var augasteinn Njáls var Jósef augasteinn Jakobs sem hafði átt hann í elli sinni líkt og Njáll sem gengur Höskuldi í föður- stað aldraður. Og eldri bræður Jósefs öfunda hann líkt og Njáls- synir taka að öfunda uppeldisbróður sinn. Bæði bræðrasettin afráða að drepa þann yngsta. Jósef er að binda kornbundin á akri og Hösk- uldur tók sér kornkippu í hönd og fór út að sá. Njálssynir drepa Höskuld en bræður Jósefs breyta áforminu á síðustu stundu — enda hefði Biblían að öðrum kosti ekki orðið öllu lengri — og selja hann mansali til Egyptalands. „Þarna kemur draumamaðurinn,“ segja bræður Jósefs í háðskyni þegar þeir sjá hann koma og minnir á setningu Skarphéðins þegar Njáll spyr hvað þeir hyggist fyrir að fólskuverkinu afstöðnu. „Lítt rekjum vér drauma til flestra hluta ..." Bræður Jósefs taka kyrtilinn sem faðir þeirra hafði gefið honum, velta honum upp úr svínsblóði til að láta líta út eins og eigandinn hafi verið étinn af villidýrum og færa föður sínum sem ber kennsl á flík- ina. Og ekkjan Hildigunnur færir Flosa skikkjuna sem hann hafði gefið Höskuldi, gegndrepa af blóði. Atriðið með Höskuldi Hvítanesgoða er einskonar tilbrigði við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.