Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 148
146
ÓFEIGUR SIGURÐSSON
SKÍRNIR
stritið fjarverandi, hún er hafin yfir vinnu, erótíkin er bannhelg,
tengd dauða, heilög, eftirsóknarverð, og þess vegna þarf að vinna
sér inn aðganginn að henni. Umsvif heilagleikans aukast með
gróðanum, hann verður meira áberandi, sýnilegur, aukið umburðar-
lyndi myndast fyrir gegnumbrotið, sem verður að viðurkenndri
formgerð í karnivalísku ástandi; undantekning. I þessu óstöðuga
ástandi fer bannhelgin á hreyfingu, mörk hennar bjagast, það er tími
þenslu og ofgnóttar. Og eftir veisluna, uppskeruhátíðina, þá kreppir
að í samræmi við gegnumbrotið, hvort sem um er að ræða nokkur
feit gróðærisár eða 2000 ár af kristnidómi. Hefst þá tími verksins, og:
„Þar sem er verk er engin sturlun" (Foucault 1998: 149).
Þegar öllu er á botninn hvolft hefur bannhelgi ekki breyst mikið
þótt hún kunni að færast til, og hefur fylgt hinum upprétta manni
frá upphafi og er allsstaðar þar sem hann sjálfan er að finna. Bata-
ille telur víst að bannhelgi hafi verið komið á til forna til þess að
aðskilja vinnu, öflun fæðu og ýmsar praktískar hliðar frá nærveru
dauða og rotnunar, því svo áþreifanlegt memento mori hefur haft
slæm áhrif á veraldlega afkomu og efnahaginn. Sjálfsmyndir hafa
verið að kvikna og hugmyndir um önnur tilverustig í hlutum og
dýrum í náttúrunni, meðvitundin um dauðann. Ekki var þá enn or-
sakasamhengi á milli kynferðisathafna og fjölgunar, og eru samfar-
irnar notaðar sem valdatæki til kúgunar, en barnshafandi konur
bannhelgar líkt og hinir dauðu. Maðurinn gerði sér grein fyrir end-
anleika sínum og skaðsemi hans fyrir samfélagið og hugði að
varðveislu. Þetta eru almennt talin fyrstu merki um skynsemi
mannsins.
Þótt heimur skynseminnar og efnahagsins sé byggður á bann-
helgi, eigi rætur sínar að rekja þangað, gerir það sjálfa bannhelgina
ekki skynsamlega og efnahagslega, hún er í eðli sínu óskynsamleg og
dularfull. Það er viljinn að koma í veg fyrir ofbeldi, auka vinnu-
afköst og velsæld hópsins sem er skynsamlegur; varðveislan sem
bendir til þess að hugsað sé fram í tímann. Auk þess sem notkun á
ofbeldi er algeng í efnahagslegum tilgangi (freistandi að segja
markmið ofbeldis alltaf vera efnahagslegt), jafnvel undir yfirskini
skynseminnar. Þannig eru bannhelgi og gegnumbrot ofin saman við
skynsemina, en ekki skynsamleg í sjálfum sér. Maðurinn setur sér