Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 153
SKÍRNIR
GUÐDÓMURINN ER DÝR
151
hversdagslífsins undir handleiðslu „presta“ inn fyrir mörk þess sem
vanalega er ósnertanlegt, það er, hið kunna „ópíum fyrir fólkið".
Þannig viðheldur valdaformgerðin sér. Trúarlífið er iðkað með því
að brjóta reglur efnahagslífsins og með eyðslu og ofgnótt af öllu því
sem stritað hefur verið fyrir, til þess að komast í snertingu við hið
andlega líf: Guðdómurinn er dýr og rennir stoðum undir efnahag-
inn.
Strax í formála Tótem og tabú bendir Freud á hversu mikið bann-
helgi minnir á hið skilyrðislausa skylduboð Kants (Freud 2004:18).
Freud telur að hin frumstæða bannhelgi, eins og hún birtist hjá
„villimönnum" víða um heim bæði fyrr og síðar, sé okkur „sið-
menntuðum þjóðum“ ekki eins framandi og í fyrstu virðist, heldur
sé hún einnig mjög skyld siðferðislegum bönnum í okkar samfélagi.
Freud taldi bannhelgina vera uppruna samviskunnar, eða elstu
mynd hennar, og er gegnumbrotið þar af leiðandi uppspretta sam-
viskubitsins. Engu breytir þó að gegnumbrotið sé framið óafvitandi
eða ígóðri trú; gríska goðsögnin um Odipus konung er sígilt dæmi
um það. Sú frumbannhelgi blóðskammar var þó ekki rofin af skyn-
leysi eða skepnuskap, þaðan af síður tilfinningaleysi, en bannhelgin
var hulin, gegnumbrotið ómeðvitað og raunverulegt. Freud telur að
engar meðvitaðar ástæður finnist að baki bannhelga og ekkert sé
vitað um upprunann, nema þá til að koma í veg fyrir föðurmorðið.
Freud finnur líkindi með bannhelgi og áráttubönnum og snerti-
fælni: „Allt, sem beinir huga manns að banninu, allt, sem kallar fram
snertingu hugsunar manns við bannið, er jafn forboðið og bein lík-
amleg snerting" (Freud 2004: 47). Líkamleg snerting við bannhelg
fyrirbæri er einmitt talin það sem fyrst og fremst var forboðið, eins
og til að mynda að snerta lík, þá færist íó/rakrafturinn úr líkinu yfir
á þann sem snertir, og verður hann undir eins bannhelgur sjálfur —
smitberi. Eftirtektarvert er að Freud minnist á einn af sjúklingum
sínum sem kallar viðföng áráttubanna sinna ómöguleg, það er að
segja, viðföngin eru ónálganleg, ósnertanleg og óhugsandi (Freud
2004: 48). Að sama skapi og bannhelgissýkin, sem Freud nefnir ár-
áttusýkina, hefur löngunin fyrir gegnumbrot sem bannhelgin vekur
upp sömu einkenni og þráhyggja, og mætti kalla gegnumbrotssýki.