Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 33
SKÍRNIR
BANKAKERFIÐ KNÉSETT
31
sem lögð hafði verið inn á Icesave í erlendri mynt, í erlendu útibúi ís-
lensks fyrirtækis (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010, 7,20. kafli: 157).
Áhlaupi á banka verður aðeins hrundið með láni til þrautavara
sem skal veitt, skv. reglum Walters Bagehot frá 1873, e/bankinn er
gjaldfær (þ.e. á meira af eignum en hann skuldar), gegn traustum
veðum og háum vöxtum (Bagehot 2008: 30).
Eftir að fjárfestingarbankinn Lehman Brothers féll mátu innistæðu-
eigendur það svo að fé þeirra væri ekki lengur öruggt inni á reikn-
ingunum Icesave og Kaupthing Edge og tóku út peninga í miklum
mæli. Þetta útstreymi leiddi til þess að íslensku bankarnir, bæði
útibú Landsbankans í Bretlandi og dótturfélag Kaupþings þar í
landi, KSF, gátu ekki uppfyllt lausafjárreglur breskra eftirlitsaðila.
Seðlabanki íslands gat undir engum kringumstæðum komið Lands-
bankanum til bjargar, þar sem ekki var til nægjanlegt magn gjaldeyris
til að hrinda áhlaupinu (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010, 7, 20.
kafli: 157,160-161). Af viðbrögðum breskra yfirvalda að dæma, svo
og vitnaleiðslum yfir starfsmönnum breska fjármálaeftirlitsins, FSA,
í máli sem þrotabú Kaupþings höfðaði á hendur breskum yfir-
völdum, töldu þau sig ekki hafa hag af því að leggja eigið fé fram til
bjargar smábanka eins og KSF. KSF hafði sem slíkur ekki kerfisleg
áhrif á breskum fjármálamarkaði og því mun ódýrara og skynsam-
legra út frá breskum hagsmunum að nýta heimildir FSA12 og flytja
fjármuni breskra innistæðueigenda í skjól í stað þess að bíða og sjá
hvort eignir KSF væru nægilegar til að mæta kröfum innistæðueig-
enda í löngu ferli sem felst í uppgjöri þrotabús. Ekkert lá fyrir í
gögnum rannsóknarnefndar Alþingis um að KSF hefði sótt formlega
um lán til þrautavara frá breskum yfirvöldum, sem er vitanlega for-
sendan fyrir því að slíkt lán sé veitt þó að slíkt hafi komið til tals í
samskiptum Kaupþingsmanna við starfsmenn breska fjármálaeftir-
litsins og eftirlitið jafnvel kannað grundvöll þess óbeðið (Rann-
sóknarnefnd Alþingis 2010, 7, 20. kafli: 165, 166). Þá hafa breskir
eftirlitsaðilar talið að forsvarsmenn KSF væru vart borgunarmenn
fyrir slíku láni, enda hafði bankinn átt í lausafjárskiptasamningum
12 Skv. Banking (Special Provisions) Act. 2001.