Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 137
SKÍRNIR
MAGNÚS EIRÍKSSON
135
Theophilus Nicolaus veltir nú fyrir sér ýmsum vandamálum sem
koma upp á yfirborðið í ljósi þessa munar. Ef „fjarstæðan“ er skil-
greind með „þverstæðunni" eins og í bók Kierkegaards, þá geti
„fjarstæðan“ ekki hafa verið til á dögum Abrahams. Þar af leiðandi
geti trú Abrahams sannarlega ekki hafa verið „í krafti fjarstæð-
unnar“ eins og hún birtist í Frygt og Bæven. Jafnvel þótt sagt sé að
Abraham hafi haft „einhverskonar trú“, hlýtur sú trú að hafa verið
„algjörlega ólík hinni svoköllubu kristnu trú“ (155). Trú Abrahams,
og raunar öll „trúfyrir daga kristninnar“ geti því almennt ekki hafa
haft neitt að gera með „fjarstæðuna" eða „þverstæðuna,“ því að
kristna trúin ein byggi á „fjarstæðunni“ og „þverstæðunni" (158).
Niðurstaðan er því sú að „fjarstæðan" og „þverstæðan“ geti aðeins
átt við kristindóminn:
Þær vitsmunalegu framfarir sem kristindómurinn boðar eiga að felast í
þverstæðunni, í fjarstxðunni. Með öðrum orðum: Eftir stendur að kristin-
dómurinn einn eigi að standa í andstöðu við hið andlega eðli manna, þannig
að á meðan einföld og sameinuð trú og trúarbrögð laða að sér hið andlega eðli
manna, mun kristindómurinn hrindafrá sér hinu andlega í mönnum, manns-
andanum, einmitt vegna sinna einkennilegu kenninga og trúar (166-167).
Til að skýra nánar að „kristindómurinn í sínu kirkjulega formi“
(175) fæli í raun frá sér hina andlegu þætti manna, ber Theophilus
Nicolaus að lokum saman „guðshugtakið" og „samfélagið við Guð“
eins og hvort tveggja var skilið „fyrir daga kristindómsins" og á
endanum snúið á hvolf og klætt í þversagnarkenndan búning á
kristilegum-kirkjulegum tíma (170). Theophilus Nicolaus fer ekki
leynt með að hann finni meiri samkennd með þeim skilningi á
guðshugtakinu og samfélagi við Guð sem var við lýði fyrir daga
Krists, því að þeim „sé ekki aðeins haldið á lofti af gyðingum og
múhameðstrúarmönnum, heldur einnig af þeim fáu kristnu mönn-
um sem samsama sig ekki þeim breytingum sem orðið hafa og vilja
einungis trúa á Guð sem einn eilífan, ósýnilegan, alltumlykjandi, al-
máttugan, alvitran og algóðan anda og finnist að hann einn fullnægi
þeim“ (172).
Mistök Climacusar felast í þeirri staðreynd að hann hefur stað-
sett „fjarstæðuna", lærdóminn um holdtekju Guðs í Jesú Kristi, ein-