Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 154
152
ÓFEIGUR SIGURÐSSON
SKÍRNIR
Orsakir bannanna eru dularfullar. Freud telur afar sennilegt að
einhvern tíma í fyrndinni hafi bönnin verið lögð við eftirsóknar-
verðum athöfnum til þess að koma í veg fyrir háttarlag sem skaðlegt
þótti fyrir afkomu samfélagsins. Eldri kynslóðir hafa líkast til lagt
línurnar fyrir þær yngri með valdkúgun og ofbeldi. „Síðan hafa
bönnin haldist við kynslóð fram af kynslóð, ef til vill eingöngu fyrir
hefð, sem studd var félagslegu og föðurlegu valdi“ (Freud 2004: 52).
Bannhelgin festist í sessi aðeins vegna þess að löngunin til þess að
gera það sem var bannað heldur áfram að vera til, og það er í raun-
inni bannhelgin sjálf sem viðheldur lönguninni á gegnumbroti.
Afstaðan til bannhelginnar er því, eins og Freud bendir á, tvíátta;
annars vegar ber maður óttablandna virðingu fyrir því bannhelga, en
á hinn bóginn óskar maður þess heitast að mölva niður bannið og
svívirða það. Samskipti við bannhelgina skapa því tvíátta tilfinningu
nautn/skömm. Samkvæmt Freud viðhelst bannhelgin vegna þess að
þótt löngunin til að brjóta bannið sé sífellt til staðar er óttinn við
hana sterkari en löngunin: „Grundvöllur bannhelginnar er forboðin
athöfn, sem sterk dulvituð löngun er til“ (Freud 2004: 53).
í bók sinni Álög og bannhelgi setur Árni Óla orðið víti fyrir tabú,
og telur það ekki beinlínis til álaga, heldur svipar það til bannhelga.
Vítin eru óþarfa aðfarir gegn náttúrunni og virðingarleysi gagnvart
lífsframfærslu, þau eru til varnaðar og ber að varast. Að gera vísvit-
andi rangt gegn bannhelgi eru ólánsvegir og sjálfskaparvíti, því það
er helsta einkenni bannhelga að vara við aðförum; öllum eru ljósar
ógæfusamar afleiðingar ef bannhelgin er þekkt. Virðingarleysi og
óþarfi eru fyrsta skrefið út á ólánsvegina og í sjálfskaparvítin, eins
og til dæmis það að skjóta smáfugla, slíta niður köngurlóarvef og öll
vísvituð eyðilegging í náttúrunni stór og smá. Hræringar hafa áhrif.
Á íslandi eru vítin óteljandi, segir Árni Óla í bók sinni, og mörg
sjóvítin, enda er hafið lífshættusvæði þar sem sóttar eru bjargir í bú
og lífsviðurværi. Mönnum hefnist án miskunnar fyrir að gera vís-
vitandi rangt „og þar af er komið nafnið sjálfskaparvíti". Árni Óla
bendir réttilega á að meðal víta beri mest á þeirri trú að allir fái laun
gerða sinna og að mönnum hefnist óhjákvæmilega fyrir að breyta
ranglega og brjóta boð og bönn, það er, gegn bannhelgi (Árni Óla