Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 42
40
PÉTUR GUNNARSSON
SKÍRNIR
á markað sérstök google-gleraugu sem gera einmitt þetta, að vísu
ekki á hvirflinum heldur fyrir augunum. Fyrirbærinu er spáð ríku-
legri markaðshlutdeild, jafnvel að gleraugun eigi eftir að ryðja burt
snjallsímanum. Og verða ugglaust fyrr en varir orðin svo sjálfsögð
að maður án google-gleraugna verður hálfpartinn eins og nakinn.
„Hvernig datt þér í hug að fara út gleraugnalaus? Eg ætlaði að biðja
þig að kaupa rjóma!“
En úr því við verðum svo fljótt samdauna hlutunum sem berast inn
í líf okkar og glámskyggn á breytinguna sem þeir valda, má nærri
geta um hinn óáþreifanlega huga. Hve auðveldlega við villumst á
huga okkar sjálfra og fyrri manna, hve hiklaust við ætlum þeim
okkar eigin þanka og kenndir. Óumbeðin og án þess að taka eftir
göngum við inn í aðal- sem aukahlutverk í sviðsetningum fyrri alda.
En í raun þarf ekki litla heimavinnu til að stíga upp úr sínum inni-
skóm og setja sig í spor fyrri tíðar fólks.
Tökum til dæmis Njálu, bókina sem við höfum öll lesið, líka þau
sem hafa ekki lesið hana, því Islendingur tekur hana inn um húðina
ef ekki vill betur. Einn af kostum Njálssögu þykir einmitt hve hún
er sammannleg, atburðir og persónur tala til okkar yfir alda haf. Samt
er stöku atriði sem hefur vafist fyrir mönnum, til dæmis sjálfur
vendipunkturinn þegar Njálssynir og Kári Sölmundarson, þessar
vammi firrtu hetjur, fara að Höskuldi Hvítanesgoða og vega hann á
eins lúalegan hátt og hugsast getur, fjórir á móti einum. Sagan gefur
ekki ástæðu aðra en róg lítilmennis — Marðar Valgarðssonar — sem
allir guldu varhug við og enginn tók mark á, að sögn sögunnar.
Hvernig má þetta vera? hafa menn spurt og spyrja enn, nú síðast
í hausthefti Skírnis 2013. Guðjón Ólafsson frá Syðstu-Mörk hefur á
sinni löngu ævi (f. 1923) reynt að fá botn í málið. Og kemst að þeirri
niðurstöðu að kaflinn um dráp Höskulds sé aðskotahlutur sem hafi
villst inn í söguna og brenglað hana. Mun réttari skilning sé að hafa
í draumi Hermanns Jónassonar á Þingeyrum sem kom út á bók árið
1961, þar sem hann dreymir aðra og viðunanlegri gerð sögunnar.
Seiseijú, mikil ósköp. En ef betur er að gáð erum við reyndar
svo heppin að eiga öll eina bók sem Njáluhöfundur hefur örugg-