Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 197
SKÍRNIR
SKIPTIR DÆGURTÓNLIST MÁLI ?
195
í því eða ekki, var popp- og rokktónlist upp úr þessu tekin alvarlegar
en áður. Oll dagblöð kappkostuðu að sinna dægurtónlist af kost-
gæfni og alvöru. Þess ber að geta að á „pönkárunum“ 1980-1983
seldu pönk- og nýbylgjuhljómsveitir eins og Purrkur Pillnikk,
Tappi tíkarrass, Fræbbblarnir og Þeyr sjaldnast yfir 1000 plötur, en
„metsölu" 5-15.000 eintaka náðu hljómsveitir Bubba Morthens og
Grýlurnar ásamt Stuðmönnum, Ríó, Brimkló og Björgvin Hall-
dórssyni. Rokkgagnrýni var nú orðin eins og hver önnur list-
gagnrýni og lagði meiri áherslu á skapandi nýbreytni en sölu —
reyndar töldu margir pönkarar að poppgagnrýnendur þessara ára
hefðu hampað þyngri og listrænni tónlist (til dæmis Þey) um of á
kostnað hins hráa pönks (viðtöl við Einar Örn Benediktsson 1987
og Valgarð Guðjónsson 1988).
Pönk og nýbylgja hristu ærlega upp í rokkheimum Islands
1980-1981, og sú ákvörðun Friðriks Þórs Friðrikssonar og félaga
að gera heimildakvikmynd um hina nýju bylgju átti þátt í að halda
við áhuganum. Eftir að myndin var frumsýnd vorið 1982 var nýja-
brumið fljótt horfið, og næstu misseri fóru poppskrifin að líkjast
því sem áður hafði gerst á daufum tímum. Poppsíðurnar fluttu
fréttir af ýmsum minni háttar ferðum íslenskra hljómsveita til út-
landa, boðaðar voru útgáfur á erlendum vettvangi en síðan heyrðist
ekkert frekar.
Poppsíður og gagnrýnendur stóðu staðfastlega vörð um hina
hnígandi nýbylgju, nokkur kippur kom í áhugann við Melarokk-
hljómleika í ágúst 1983. Stuttu áður hafði „ofursveit“ pönkaranna,
Kukl, komið fram í fyrsta sinn, og í september tróð hún upp á
pönkaðri friðarhátíð í Laugardalshöll. En síðan hægðist um, Kukl
fór að leita fyrir sér í útlöndum, og reyndar hafði djassrokkhljóm-
sveitinni Mezzoforte tekist vel upp með það, en nýbylgjan var
hnigin.
Heimsyfirráð eða dauði. Poppgagnrýni 1987-1992
Á árunum 1984-1987 voru stöður poppblaðamanna og popp-
gagnrýnenda ágætlega mannaðar á öllum helstu fjölmiðlum en þetta
mannval hafði úr litlu innlendu efni að moða. Líkt og gerst hafði á