Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 69
SKÍRNIR
HLJÓÐMENNING ALÞINGIS
67
í þessu ljósi er rétt að skoða hér í lokin steinskúlptúr, Svörtu
keiluna eftir Santiago Sierra sem kallast að nokkru á við verkið
Vituð ér enn — eða hvat? sem hér hefur verið lýst. Svarta keilan
var reist sem minnisvarði um borgaralega óhlýðni og stendur fyrir
framan alþingishúsið. Verkið er 180 cm hár grjóthnullungur sem er
klofinn af svartri stálkeilu á þann hátt að steinninn hrekkur í sundur,
en í dag er í raun um að ræða tvo steina sem hafa verið aðskildir
endanlega. Minnisvarðinn var í upphafi hluti af gjörningi lista-
mannsins, en steinninn var reistur 20. janúar 2012 til þess að minn-
ast þriggja ára afmælis Búsáhaldabyltingarinnar á Austurvelli. Á
þessum stað dregur verkið einnig athyglina að alþingishúsinu sjálfu
og grágrýtinu sem skilur að fundarstað Alþingis og hinn ytri veru-
leika sem er torgið og almannarýmið. Verkið er ekki hljóðverk en
gefur innsýn í merkingu og tilgang hávaða í samhengi andstöðu og
tækis til ögrunar. Aðgerðir Búsáhaldabyltingarinnar einkenndust
einmitt af viðleitni til að trufla þingfundi með hávaða.8 Áhrifamestu
tæki mótmælenda, og hugsanlega lykillinn að árangri þeirra, var
taktföst hrynjandi, trommusláttur, dans, þrástef og sefjun. Barin
voru ýmis ásláttarhljóðfæri í grennd við alþingishúsið til þess að
trufla störf þingsins, en hávaðinn hafði þó byrjað fyrr og barst til
dæmis með áhrifamiklum hætti inn í sjónvarpstæki landsmanna á
8 Dæmi um umfjöllun um hávaða og mótmæli er að finna í blaðagrein eftir Sigurð
Líndal prófessor í lögfræði sem birtist í Fréttablaðinu 7. febrúar 2009 og bar nafnið
„Ráðherrar raska stjórnskipan“. Inntak greinar Sigurðar er gagnrýni á það hvernig
stjórnskipan á íslandi hefur þróast og að ráðherrar ríkisstjórnar hafi tekið sér meira
vald en heimilt er samkvæmt viðmiðum um þrískiptingu ríkisvaldsins. Þannig hafi
dómsvaldið og löggjafarvaldið farið að bcvgja sig undir framkvæmdavaldið en það
hafi verið hættuleg þróun fyrir réttarríkið og lýðræðislega stjórnskipan. Hættu-
legast af öllu og hættulegri en ofríki framkvæmdavaldsins er þó að mati Sigurðar
pottaglamur „undir stjórn rokkara og rappara" (Sigurður Líndal 2009) sem er af-
leiðing ofurvalds afþreyingariðnaðarins og þeirrar firringar sem hann leiðir af sér.
Þarna vísar Sigurður til þeirra mótmæla sem staðið höfðu á Austurvelli í janúar
2009 og einkenndust af áslætti á potta og önnur ílát. Sá ásláttur hafði síðan orðið
til þess að ríkisstjórnin sagði af sér vegna þeirra kröfu sem sungin hafði verið takt-
fast fyrir utan Alþingishúsið: „Vanhæf ríkisstjórn." Jafnframt því sem Sigurður
vísar til andstæðna upplýsingar og myrkurs „sýndarveruleika" afþrey-
ingariðnaðar, bendir hann á að þrískipting ríkisvaldsins geti hér hjálpað nokkuð
til ásamt gagnrýninni hugsun. Hinsvegar er sjálfum „forsendum lýðræðisstjórn-
arhátta" hafnað, að mati Sigurðar, með ásláttarmótmælum og hávaðinn sigrar.