Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 198
196
GESTUR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
áttunda áratugnum sinntu menn erlendu efni og sumir sinni sérvisku.
Helstu gagnrýnendur þessara ára voru Andrea Jónsdóttir á Þjóðvilj-
anum, sem rýndi aðallega í sígilt rokk og kvennarokk, og Árni
Daníel Júlíusson á Tímanum sem sinnti einkum listrænni nýbylgju.
Á Morgunblaðinu starfaði prófarkalesarinn og tölvuvitringurinn
Árni Matthíasson (f. 1957). Hann fór að skrifa fasta pistla um
áhugamál sitt, blús, og sýndi þar bæði þekkingu, smekk og ritfærni.
Hann var ágætlega tengdur við Grammið, Kukl og arftaka þess Syk-
urmolana og var því í startholunum þegar íslenskri hljómsveit tókst
flestum að óvörum að skjótast upp á stjörnuhimininn. Árni flutti
Islendingum fréttir af fyrstu tónleikum Sykurmolanna í London
haustið 1987 og því írafári sem varð þegar Molarnir voru á forsíðum
helstu tónlistarblaða í sömu viku og fengu ótal tilboð um plötu-
samninga og annað meik (Árni Matthíasson 1987a). Árni gekk til
liðs við Andrés Magnússon á Rokksíðu Morgunblaðsins og lagði
sig fram um að skrifa um nýjar hljómsveitir í menntaskólum, Mús-
iktilraunir og önnur gróðurhús nýrrar tónlistar. Hann hélt áfram
að fylgja Sykurmolunum eftir en varð jafnframt þekktur sem besti
vinur bílskúrsbandanna, hvatti þau til dáða og átti talsverðan hlut í
þeirri bylgju nýrra hljómsveita sem kennd var við óháða tónlist og
fann sér meðal annars samastað undir vængjum Sykurmolanna á
uppákomum Smekkleysu (Árni Matthíasson 1987b, 1988, 1990a,
1991a). Andrés Magnússon var engu síðri aðdáandi þess nýja en
jafnframt ólæknandi þungarokksaðdáandi, og Árni skrifaði um vin-
sælar popphljómsveitir á vinsamlegan hátt (Andrés Magnússon
1987, 1990a, 1990b, 1991; Árni Matthíasson 1990b, 1991b, 1991c,
1991d).
Inn á milli lofsöngva þeirra Árna og Andrésar um indípopp og
þungarokk skaut Sveinn Guðjónsson reyndar inn lofsamlegri gagn-
rýni um létta dægurtónlist og viðraði óbeit sína á gáfumannapoppi
(Sveinn Guðjónsson 1990a, 1990b, 1990c, 1991). Morgunblaðið var
samt óneitanlega orðið, í fyrsta sinn, málsvari „framúrstefnu“ í ís-
lenskri dægurtónlist.
Þrátt fyrir ólíkan smekk voru skrif Árna Matthíassonar á margan
hátt innan sömu hefðar og þeir Benedikt Viggósson á Tímanum og
Stefán Halldórsson á Morgunblaðinu höfðu til dæmis aðhyllst. Eins