Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 64
62
NJÖRÐUR SIGURJÓNSSON
SKÍRNIR
miðbæ Reykjavíkur. Dómkirkjan og alþingishúsið eru aðskilin hús,
miðpunktar áhrifaríkra valdakerfa í sögu landsins, en mynda jafn-
framt eina heild. Þannig er staðsetning alþingishússins og bygging-
arstíll einnig mikilvæg fyrir upplifun af hljóðheimi þess.
„ út, farið út, þetta [ógreinil.]þjónar ekki tilgangi
sínum lengur, út drullið ykkur út
Við greiningu á hljóðheimi Alþingis vekur það athygli hve alvar-
legum augum brot á hljóðhelgi staðarins eru litin. Slíkt gerðist
nokkrum sinnum veturinn 2008-2009 í röð mótmæla sem síðar
hefur verið nefnd „Búsáhaldabyltingin“. An þess að ýkja mikilvægi
aðgerðanna, gera þau að því sem heimspekingurinn Jacques Ran-
ciére (2010) kallar „Viðburð“ með stórum staf eða „Messíasar-
heimt“, voru þetta örlagaríkir atburðir og mótuðu menningu og
stjórnmál næstu misseri. Því má halda fram að mótmælabylgjan hafi
náð hámarki í janúar 2009 en þá söfnuðust mótmælendur saman
fyrir utan alþingishúsið og trufluðu fundi með hávaða, að hluta til
framkölluðum með pottum og pönnum, og kröfðust afsagnar rík-
isstjórnarinnar. Einn angi þessara mótmæla stendur upp úr þar sem
það er eina málið þar sem mótmælendur, svokallaðir níumenningar,
voru handteknir og dæmdir fyrir þátttöku í aðgerðum.
Setningin „út, farið út, þetta [ógreinil.] þjónar ekki tilgangi
sínum lengur, út drullið ykkur út ..." í fyrirsögn hér að framan er
fenginn úr dómsskjölum (Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16.
febrúar 2011...). Hún er uppskrift af því sem mótmælandi hrópaði
að alþingismönnum 8. desember 2008 af þingpöllum en hann hafði
komist upp á pallana þó að reynt væri að stöðva hann. Mælandinn
átti ekki að fá aðgang að þingpöllum, áheyrendastúku, á meðan
þingfundur stóð yfir en hann ruddist inn og truflaði fundinn með
hávaða. Þegar þingverðir reyndu að koma í veg fyrir að skilaboðin
væru flutt á þingfundi urðu átök í þinghúsinu þar sem nokkrir
hlutaðeigandi meiddust og tveir úr hópi mótmælenda hlutu skil-
orðsbundna dóma en aðrir tveir fésektir.
Mótmælendurnir, níumenningarnir, voru ákærðir fyrir árás á
Alþingi og þar var vísað í 100. grein hegningarlaga þar sem í nokkr-