Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 23
SKÍRNIR
BANKAKERFIÐ KNÉSETT
21
ingaraðilar á vegum Merrill Lynch og Danske Bank fram með ítar-
legar skýrslur þar sem hinn mikli og ósjálfbæri vöxtur bankanna var
dreginn fram; krosseignatengsl þeirra afhjúpuð að hluta og varpað
ljósi á endurfjármögnunarþörf bankanna og hversu háðir þeir voru
heildsölufjármögnun. Aukþess var bent á alvarlegan óstöðugleika
efnahagskerfisins sjálfs — mikla verðbólgu, viðskiptahalla og fram-
leiðsluspennu (Johnsen 2014: 83). Höfundar dönsku skýrslunnar
höfðu m.a. þetta að segja:
„Af flestum þartilgerðum mælikvörðum að dæma er ljóst að það hagkerfi
innan OECD landanna, sem ber með sér mestu ofþenslu þeirra allra, er hið
litla íslenska hagkerfi. Atvinnuleysi er um 1%, laun hafa hækkað um 7%,
verðbólga er um 4%, þrátt fyrir mikinn styrkleika íslensku krónunnar.
Viðskiptahálli við útlönd nálgast nú um 20% af vergri landsframleiðslu
landsins.“ Starfsmenn Danske Bank birtu þar spá sína um að verðbólga
myndi innan tíðar ná 10% og að gengi íslensku krónunnar myndi hríð-
lækka. Þeir minntust einnig á útlánavöxtinn og síversnandi skuldastöðu
með orðunum: „... en ofan á þenslu efnahagskerfisins í heild, hefur átt sér
stað ótrúleg útlánaþensla, með tilheyrandi veðsetningu og áhættutöku, sem
er nánast án fordæma í veröldinni. Erlend skuldastaða þjóðarbúsins er nú
orðin 300% af vergri landsframleiðslu." (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010,
2, 4.kafli: 73; Valgreen o.fl. 2006)
Skilaboðin voru skýr: „Þegar við lítum á helstu viðvörunarvísitölur
sem spá fyrir um fjármálakreppur komumst við að þeirri niðurstöðu
að Island lítur verr út en Taíland gerði fyrir fjármálakreppuna þar í
landi árið 1997, en Island lítur heldur skár út en Tyrkland áður en
tyrkneska kerfið lenti í sinni kreppu árið 2001, þó má vart á milli
sjá.“
I stað þess að ráðast í að rannsaka frekar og bregðast við þeim
veikleikum sem bent hafði verið á, brugðust íslenskir viðskipta-
jöfrar, bankamenn, eftirlitsaðilar og stjórnmálamenn ókvæða við í
samstilltri vörn gegn þessum málflutningi og vörðu kröftum sínum
í að reyna að sannfæra umheiminn um að fjármálakerfi landsins væri
í reynd á traustum grunni (Johnsen 2014: 86-87). Viðskiptaráð Is-
lands stillti saman strengi bankamanna og stjórnmálamanna, m.a.
með því að leita að frægum erlendum hagfræðingum til að skrifa
skýrslur sem draga áttu upp jákvæða mynd af íslenska bankakerf-