Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 4
 4 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 Á þessu ári minnumst við ljósmæður þess að 250 ár eru síðan formleg ljósmæðra- menntun hófst á Íslandi. Af því tilefni er Ljósmæðrablaðið veglegra en áður. Ég kafaði aðeins í sögu menntunar ljósmæðra og fann ýmislegt sem er bæði fróðlegt og stundum broslegt. Það var Bjarni Pálsson landlæknir sem lagði kapp á að fá lærða ljósmóður til að aðstoða sig við ljósmæðrafræðsluna við stofnun Landlæknisembættisins árið 1760, hann fékk strax árið eftir til landsins danska ljósmóður, Margrethe Katrine Magnússen. Áður en landlækni hafði tekist að tryggja Madame Magnússen, eins og hún var gjarn- an kölluð, ljósmóðurstöðuna með skipun og embættislaunum, hafði hann auglýst komu hennar í kirkjum á Álftanesi, Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Skyldi hún sótt til allra kvenna í barnsnauð og flutt ókeypis fram og aftur. Jafnframt skyldi hún taka með sér eina eða tvær yfirsetukonur til frekari æfinga og leið- réttingar. Árið 1761 hófst því hin raunveru- lega ljósmæðrakennsla á Íslandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á fyrri hluta 18. aldar voru aðstæður þannig á Íslandi að hér var ekkert opinbert heilbrigðiskerfi, enginn Íslendingur hafði hlotið formlega menntun í læknisfræði og öll formleg fræðsla um heilsu og heilbrigði var óþekkt hér á landi. Í hverri kirkjusókn á Ís- landi átti að vera ein kona, formlega skipuð í embætti ljósmóður og átti hún að hafa ákveðna menntun til starfans, menntun sem kirkjan viðurkenndi. Menntun ljósmæðra, eins og hún var fram yfir miðja 18. öld, fólst í því að læra ákveðnar bænir sem þær áttu síðan að lesa yfir fæðandi konum og ófædd- um eða nýfæddum börnum. Í kirkjuritúalinu er að finna þær bænir sem ljósmæður á fyrri hluta 18. aldar þurftu að kunna. Kirkjan sleppti ekki hendinni af ljós- móðurinni þó formlegri menntun, skipan í embætti og eiðtöku væri lokið. Sóknar- prestar áttu að kalla til sín eiðsvarna starf- andi ljósmóður sóknarinnar tvisvar á ári og lesa yfir henni áminningu í 11 liðum. Áminn- ingin varðaði framkomu og ábyrgð í starfi, ásamt fyrirmælum um persónulega hegðun ljósmóður í einkalífi. Meðhjálpari eða annar aðstoðarmaður prestsins átti að vera við- staddur þegar áminningin var lesin yfir henni. Ljósmóðirin var áminnt um að forðast drykkjuskap, sýna ekki af sér þunglyndi, laus- læti, hatur, hefnigirni eða fjandskap. Hún var hvött til að tileinka sér jákvætt hugarfar, hóf- semi, þagmælsku, fyrirgefa þeim sem höfðu gert á hlut hennar og láta kristilegan kær- leika ráða gerðum sínum. Þrátt fyrir lög um menntun ljósmæðra voru á 18. öld aðeins örfáar ljósmæður á Íslandi með formlega menntun, en gegndu engu að síður embætti ljósmóður, það höfðu ekki allar starfandi ljós- mæður hlotið formlega menntun. Við stofnun Landlæknisembættisins árið 1760 varð það verkefni landlæknis að sjá um ljósmæðrafræðsluna í landinu. Við það var hægt að greina breytingar á litlu svæði í Reykjavík og næsta nágrenni. Þar störf- uðu nokkrar ljósmæður sem höfðu fengið verklega þjálfun hjá dönsku ljósmóðurinni Madame Magnússen. Hún bjó í Nesi á Sel- tjarnarnesi mestan hluta starfsævi sinnar á Íslandi, og á umræddu svæði voru fleiri menntaðar ljósmæður undir lok 18. aldar en annars staðar á landinu. Möguleikar til að mennta ljósmæður á landsvísu voru takmarkaðir þó vilji væri fyrir því. Ástæður þess eru meðal annars fámenni, dreifbýli og fátækt. Alla 18. öld var mikill meirihluti ís- lenskra ljósmæðra próflaus og án kennslu í líffræði, en gegndi störfum sem ljósmæður vítt og breitt um landið. Á forsíðu blaðsins er mynd af móðurlífi sem birist í bók sem var gefin út 1749. Þessi mynd olli prestum og biskupum töluverðum áhyggjum. Þótti hún dónaleg og töldu hana getað sært blygðunarkennd ljósmæðra. Í raun hefur metnaður í menntunarmálum ljósmæðra haldið áfram því ljósmæðranámið er í stöðugri þróun. Aðeins 15 ár eru liðin frá því að nám ljósmæðra var fært upp á há- skólastig og margar ljósmæður hafa lokið framhaldsnámi undanfarið. Afrakstur þess má sjá á síðum blaðsins sem er óvenju stórt að þessu sinni þökk sé mikilli grósku í rann- sóknum innan ljósmóðurfræðinnar. Aldrei hafa jafnmargar fræðigreinar birst í blaðinu. Spannar efnið allt barneignarferlið og er einnig fjallað um heilsu ljósmæðra. Notagildi skipulagðar foreldrafræðslu á meðgöngu frá sjónarhorni verðandi og nýbakaðra foreldra er rannsókn Helgu Gott- freðsdóttur og skrifar hún grein í blaðið. Á tækniöld einblínum við oft á sónarskoðanir á meðgöngu og fara margar konur í vaxtar- mat á meðgöngu. Í blaðinu skrifar Sigríður Rut Hilmarsdóttir og fleiri grein um upplifun verðandi mæðra af ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu. Undanfarin ár hefur nýbúum fjölgað á landinu. Því vil ég fagna því að fá fram rannsókn um upplifun þeirra af barneignarþjónustu á Íslandi. Hún Birna Gerður Jónsdóttir skrifar grein upp úr sínu meistaraverkefni um raddir erlendra kvenna á Íslandi. Verkir í geirvörtum við brjóstagjöf eru afar algengir. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir skrifaði sína meistararitgerð um þetta efni og skrifar í blaðið. Margir finna fyrir líkamlegri og andlegri vanlíðan einhvern tímann á lífsleiðinni. Vanlíðan getur verið margþætt og orsakir af ýmsum toga og geta þær til dæmis tengst álagi í starfi. Hildur Brynja Sigurðardóttir ljósmóðir gerði lokaverkefni sitt til embættis- prófs í ljósmóðurfræði um heilsu ljósmæðra á Íslandi. Hún kemst að því í sinni rannsókn að meirihluti ljósmæðra taldi heilsu sína vera mjög góða eða góða. Hins vegar tjáði mikill meirihluti líkamleg óþægindi og þá mest í herðum, öxlum og mjóbaki. Flestar töldu óþægindin tengjast vinnuálagi. Núna er niðurskurður og yfirvinnubann á flestum heilbrigðisstofnunum og þar með er oft aukið álag á ljósmæður. Við verðum að huga að heilsunni okkar, þó að verið sé að spara þá má það ekki vera á kostnað heilsu starfs- Hrafnhildur Ólafsdóttir ljósmóðir Ritstjóraspjall Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is F í t o n / S Í A Viltu komast í kynni við Mosa? Hafðu samband við þjónustuver MP banka í síma 540 3200, með tölvupósti á thjonusta@mp.is eða komdu við í útibúum okkar í Ármúla 13a eða Borgartúni 26. Skemmtileg saga um ævintýri Mosa eftir Úlf Eldjárn fylgir með, en einnig er hægt að hlusta á hana í flutningi Arnar Árnasonar á sérstakri heimasíðu Mosa, www.mp.is/mosi . Hann er af sjaldgæfri dýrategund sem kallast mosalingar. Þeir una sér best í mjúkum skógarbotni. Honum finnst best að borða hnetur og lítil bleik ber. Þessi fallegi baukur er hannaður af íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop fyrir MP banka og hjálpar krökkum sem eru 12 ára og yngri að spara. Mosi hjálpar krökkunum að safna á skemmtilegan hátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.