Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 12
 12 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 71,8% verðandi mæðra mjög sammála eða frekar sammála því að myndbandið sem þær sáu væri gagnlegt sem undirbúningur fyrir fæðingu en 65,3% feðra. Langflestir telja þekkingu leiðbeinanda á efninu góða og voru 96,1% kvenna og 95,9% karla mjög sammála eða sammála því. Færni leiðbein- anda til að miðla upplýsingum var einnig hátt metin en 90,7% verðandi mæðra voru mjög sammála því eða sammála, en 85,2% verðandi feðra. Báðir spurningalistarnir gáfu þátttakendum kost á að gera athugasemdir um það sem hefði mátt fara betur. Eftir nám- skeiðið voru hlutfallslega fleiri konur (34%) en karlar (24%) (χ 2 5,774 p=0,016) sem töldu að ýmislegt hefði mátt betur fara á námskeiðinu. Athugasemdirnar beindust að aðstöðu sem var til námskeiðahalds svo sem loftræstingu, stólum o.s.frv., yfirborðs- kenndum efnistökum, úreltu fræðsluefni og ýmsum efnisþáttum s.s. umræðu um öndun og slökun og upplýsingar um nýburann. Þessi atriði komu fram hjá bæði konum og körlum. Eftir fæðingu voru athugasemdir frá 45,60% kvennanna en 25,70% karlanna fannst eitthvað vanta eða vera ábótavant í tengslum við námskeiðið um undirbúning fæðingar. Það sem konunum fannst helst vanta á þeim tímapunkti og athugasemdir þeirra beindust að var; fræðsla um brjósta- gjöf og fyrstu dagana eftir fæðingu, öndun og slökun, bráðatilvik í fæðingu svo sem bráðakeisaraskurður og myndband af fæð- ingu sem sýndi á raunsæan hátt gang fæð- ingarinnar. Feðurnir nefndu sambærilega þætti en þó var í þeirra athugasemdum meiri áhersla á umönnun nýburans og einnig nefndu nokkrir að námskeiðið mætti vera hnitmiðaðra þar sem efni væri dreift í upp- hafi tímans og meira svigrúm ætti að gefa til spurninga og samræðna (mynd 3). Flestir nýbakaðir foreldrar telja að fæð- ingarfræðsla eigi að fara fram á hópnám- skeiði eða 88,29% feðra og 90,68% mæðra en rúm 70% karla og kvenna telja að sú fæðingarfræðsla sem nýttist þeim besti hafi verið fræðslan á hópnámskeiðinu. Þá telja 51,35% mæðra og 66,95% feðra að fæð- ingarfræðsla eigi að fara fram hjá ljósmóður í meðgönguvernd en 36,0% feðra og aðeins 27,1% mæðra telja að sú fræðsla sem nýtt- ist þeim best í fæðingu hafi komið frá ljós- móðurinni í meðgönguvernd. Á mynd 3 sést hvaðan þátttakendur fengu þá fræðslu sem nýttist þeim best í fæðingunni. Þar vekur athygli hve ólík svör kvenna og karla eru. Umræður Óháð hugmyndafræðilegum bakgrunni for- eldrafræðslunámskeiða þá hefur því verið velt upp hvort að slík námskeið uppfylli þarfir þátttakenda eða hvort skipulag þeirra og innihald sé einvörðungu byggt á því sem námskeiðshaldarar telja mikilvægt (Gagnon & Sandall, 2007). Rannsóknin sem hér er til umfjöllunar er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og markmið hennar að skoða notagildi skipulagðrar foreldrafræðslu frá sjónarhorni þátttakenda. Styrkleikar rann- sóknarinnar eru að hún nær bæði til karla og kvenna og hún lýsir viðhorfum til fræðsl- unnar á tveimur tímapunktum, þ.e. eftir þátttöku á námskeiði og svo eftir fæðingu barns. Veikleikar rannsóknarinnar eru hins vegar að svörun var lítil, sérstaklega varð- andi spurningalista tvö. Niðurstöður gefa til kynna að aðeins hluti þeirra frumbyrja sem fæða á LSH sæki fræðslu af þessu tagi eða um þriðjungur. Tölur um hlutfall frumbyrja sem eru búsettar fyrir utan höfuðborgar- svæðið en fæða á LSH eru hins vegar ekki aðgengilegar og því erfitt að álykta um þetta með vissu. Þó gefa þessar niðurstöður tilefni til að efla frekar fræðslu til verðandi foreldra, sérstaklega þeirra sem eiga von á sínu fyrsta barni. Í rannsókninni voru flestir þátttakendur á aldrinum 24-34 ára sem kemur ekki á óvart þar sem flestir þeirra sem eignast sitt fyrsta barn hér á landi eru á þessu aldursbili (Hagstofa Íslands, 2009). Samsetning hópsins að öðru leyti sýnir að langflestir þátttakenda eru giftir eða í sambúð en hjá Hagstofu Íslands fengust þær upplýsingar að 1726 börn fæddust utan hjónabands hjá konum á aldursbilinu 24-34 ára árið 2008. Ekki er þó hægt að alhæfa um hjúskaparstöðu þar sem vitað er að verðandi foreldrar eru oft í sambúð þó það sé ekki skráð hjá Hagstofunni. Erlendar rannsóknir benda til að einhleypar mæður mæti síður á skipulögð foreldrafræðslu- námskeið þar sem þær óttast fordóma og að vera dæmdar af heilbrigðisstarfsfólki. Því eru námskeið stundum þróuð sérstaklega fæðinguna Þekking mín á að breyta um stellingar í fæðingu sem kennt var á námskeiðinu nýttist mér vel r=0,179 p=0,075 r=0,191 p=0,057 r= 0,203 p=0,043 r= 0,187 p=0,064 r= 0,118 p=0,246 Tafla 3. Notkun verkjalyfja/deyfinga í fæðingu Já hlutfall nei Hlutfall Alls Petidin 11 16,42 56 83,58 67 Mænurótardeyfing 56 50,00 56 50,0 112 Glaðloft 77 66,38 39 33,62 116 Annað * 23 24,47 71 75,53 94 Mynd 3. Hvaðan fékkst þú þá fræðslu sem nýttist þér best í fæðingunni? Mynd 3. Hvaðan fékkst þú þá fræðslu sem nýttist þér best í fæðingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.