Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 49

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 49
 49júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið listann yfir og komu með tillögur að breyt- ingum. Einnig fékkst aðstoð frá sérfræðingi í nýburalækningum sem kom með tillögur að upplýsingum til öflunar. Úrvinnsla gagna Gengið var úr skugga um að gögn hefðu verið slegið rétt inn í tölfræðiforritið með því að skoða tíðnitöflur fyrir allar breytur og leiðréttingar gerðar áður en frekari úr- vinnsla hófst. Aðstoð við úrvinnslu var veitt af sérhæfðum starfsmanni hjá Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru að mestu lýsandi en einnig var leitast við að skoða tengsl milli ákveðinna breyta. Gerð voru kí-kvarðat marktektarpróf til að skoða hvort marktækur munur væri á tengslum breytanna. Miðað var við 95% öryggismörk á marktektarprófum rannsóknarinnar. Siðferðilegar vangaveltur Engin siðferðileg álitamál eru talin tengjast rannsókninni. Rannsóknin fól ekki í sér neina áhættu fyrir þátttakendur þar sem um var að ræða afturvirka rannsókn byggða á upplýsingum úr sjúkraskrám. Rannsóknin fól ekki í sér ávinning fyrir þátttakendur en hugsanlegt er að niðurstöður mætti nýta til góðs í klíník og felur þar með í sér ávinning fyrir aðra með sömu vandamál í framtíðinni. NIÐURSTÖÐUR oG UmRÆÐUR Hver er fjöldi ógreindra léttbura sem fædd- ust á LSH árin 2005-2006 eftir 37 vikna meðgöngu? (Sjá töflu 1). Í rannsókninni var notast við ákveðin greiningarskilmerki til að skera úr um hvort grunur væri um léttbura á meðgöngu, þ.e. hvort hann var greindur fyrir fæðingu. Þau voru: • Barn mælist minna en 15% í einni sónar- mælingu. • Vaxtarminnkun um 10% milli tveggja ómskoðana. • Vaxtarseinkun fósturs meðal ástæðna fyrir framköllun fæðingar. Er munur á hvort léttburar greinast fyrir eða eftir fæðingu m.t.t. hvort móðir er íslensk eða af erlendu bergi brotin? (Sjá töflu 2). Hafa legbotnsmælingar forspárgildi um hvort léttburarnir greinast fyrir fæðingu? (Sjá töflu 3). Í rannsókninni var notast við ákveðin greiningarskilmerki til að skera úr um hvort AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknin var megindleg með afturvirku rannsóknarsniði, byggð á upplýsingum úr sjúkraskrám. Úrtakið var börn sem fædd- ust á Landspítalanum árin 2005 og 2006 eftir fullar 37 meðgönguvikur, voru ein- burar og fengu ICD-10 greininguna P05.1. Úrtakið var fengið, í samráði við for- stöðumenn kvennadeildar Landspítalans, úr Vöruhúsi gagna sem er tölvuforrit þar sem upplýsingar úr Fæðingaskráningunni eru vistaðar. Umrædd ár fæddust samtals 111 börn á Landspítalanum eftir 37 vikna meðgöngu og fengu ICD 10 greininguna P05.1. Eftir að útilokunar- og valviðmiðum rannsóknar hafði verið beitt stóðu 92 skýrslur eftir sem aflað var upplýsinga úr með því að skoða mæðraskrár, barnablöð og sónarblöð. Val- viðmið voru; barn fæðist árið 2005 eða 2006; barn fæðist eftir fullar 37 meðgöngu- vikur; barn fær ICD 10 greininguna P05.1. Útilokunarviðmiðið var ef um tvíbura var að ræða. Framkvæmd rannsóknar Áður en hafist var handa við rannsóknina, var tilskilinna leyfa aflað hjá forstöðu- mönnum Kvennadeildar Landspítalans, siðanefnd sjúkrahússins og Persónuvernd. Í mars 2008, þegar öll leyfi höfðu fengist, var hafist handa við rannsóknina. Upplýsingar voru færðar úr viðkomandi sjúkraskrám á gagnasöfnunarblað og þaðan yfir í tölfræði- forritið SPSS 16.0 þar sem unnið var nánar með þær. Gagnasöfnunarblaðið sem notað var í rannsókninni var hannað af rannsak- anda. Það þróaðist við lestur fræðilegs efnis og varð höfundur um leið meðvitaðri um hvaða breytur skiptu máli þegar um léttbura er að ræða. Leiðbeinendur rannsóknar lásu voru notuð hérlendis, þ.e. kúrfa Westins. Rannsóknarhópurinn þótti nokkuð dæmi- gerður fyrir íslenskar aðstæður þá en sam- kvæmt fæðingarskráningunni 1972–1981 var meðalþyngd nýbura á Íslandi 3558g. Hins vegar hefur meðalfæðingarþyngd ís- lenskra barna aukist í 3814 gr samkvæmt fæðingarskráningunni 1998–2002 (Reynir Tómas Geirsson, o.fl., 2002) frá því að ís- lenska legvaxtarritið var útbúið. Síðustu ár hefur töluvert verið fjallað um sérhönnuð eða einstaklingshæfð legvaxtar- rit sem fæðingarlæknirinn Jason Gardosi hefur hannað ásamt fleirum. Þar er gengið út frá því að bakgrunnsþættir hjá móður hafi áhrif á mælingarnar (Gardosi & Francis, 1999). Um er að ræða tölvuforrit sem hægt er að slá inn í upplýsingar um móður og fyrri börn ef einhver eru. Sett er inn þjóð- erni móður, aldur, hæð, þyngd og fjöldi fyrri barna. Ef um fyrri börn er að ræða eru slegnar inn þyngdar– og lengdartölur þeirra, ásamt meðgöngulengd og kyni. Einnig er mikilvægt að vita meðgöngulengd. Allt eru þetta lífeðlisfræðilegar breytur sem talið er að hafi áhrif á þyngd og vöxt (Gelbaya & Nardo, 2005; Hutcheon, Zang, Platt, Cnatt- ingius & Kramer, 2011). Komið hefur í ljós í nokkrum rannsóknum að næmi sérhæfðra vaxtarrita er meira en næmi staðlaðra vaxtarrita (Coomarasamy o.fl., 2002) og að einstaklingshæfð vaxtarrit greini betur á milli eðlilegrar og sjúklegrar smæðar og minnki þannig falskt jákvæðar og falskt neikvæðar greiningar á vaxtarskerðingu (Gardosi & Francis, 2009; Gelbaya & Nardo, 2005). Royal College of Obstetricians and Gynaecologists mælir með notkun einstak- lingshæfðra legvaxtarrita (Coomarasamy o.fl., 2002; Gardosi & Francis, 2009; Hutc- heon o.fl. 2011). Tafla 1. Léttburar Fjöldi = n Hlutfall Greindir léttburar 42 45,7% Ógreindir léttburar 50 54,3% Alls 92 Greindir léttburar Ógreindir léttburar Alls Íslensk móðir 50,0% (n=40) 50,0% (n=40) 100% (n=80) Erlend móðir 16,7% (n=2) 83,3% (n=10) 100% (n=12) Allar mæður 45,7% (n=42) 54,3% (n=50) 100% (n=92) Tafla 2. Greining léttbura fyrir fæðingu eftir þjóðerni móður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.