Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 10
 10 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 mikilvægt eða frekar mikilvægt að geta tek- ið þátt í foreldrafræðslunámskeiði. Á kvarð- anum 1-10, þar sem 1 var ekki mikilvægt og 10 var mjög mikilvægt þá var meðaltal hjá körlunum 8.61% (sf= 1.625) en 8.87% hjá konunum (sf=1.286). Af þessu sést að fleiri mæður en feður telja mjög mikilvægt að geta tekið þátt í námskeiðum af þessu tagi en munurinn mældist ekki marktækur. Gefin var kostur á því að tilgreina fleiri en eina ástæðu fyrir þátttöku á foreldrafræðslunám- skeiði og nefndu bæði kynin oftast að þau myndu þiggja þá fræðslu sem þeim stæði til boða eða 70.5% mæðra og 56.9% feðra. Þar á eftir var algengasta ástæða bæði karla og kvenna sú að minnka áhyggjur og kvíða varðandi fæðinguna. Fast á eftir var þátt- taka karlanna tengd því að maki þeirra hafði hvatt þá til þátttöku eða 39.4%. Einungis 1.4% verðandi feðra sækja námskeið til að hitta aðra verðandi foreldra en 3.1% verð- andi mæðra. Marktækur munur milli kvenna og karla mældist í öllum liðum spurningar- innar um mikilvægi þátttöku á foreldra- fræðslunámskeiði nema varðandi liðinn að hitta aðra verðandi foreldra (Mynd 1). Að loknu námskeiðinu voru 92.9% verð- andi mæðra mjög ánægðar eða ánægðar með námskeiðið og 86.3% fannst nám- skeiðið gefa þeim aukið sjálfstraust til að takast á við fæðinguna. Jafnframt voru 49.3% kvenna mjög sammála og 37.8% sammála því að fræðslan myndi draga úr áhyggjum og kvíða varðandi fæðinguna en aðeins 4% voru mjög eða frekar ósammála þeirri fullyrðingu. Verðandi feður voru í 35% tilvika mjög sammála því að fræðslan myndi draga úr áhyggjum og kvíða varðandi fæð- inguna en 37.4% voru sammála því. Mikill meirihluti karlanna eða 87.8% voru mjög sammála eða sammála þeirri fullyrðingu að þeir væru ánægðir með námskeiðið og voru nær allir (92.3%) sammála eða mjög sam- mála því að fræðslan nýttist þeim í fæðing- unni. Reynsla nýbakaðra foreldra af foreldrafræðslu nokkrum vikum eftir fæðingu Almennt telja konurnar að fræðslan hafi hjálpað þeim við ákvarðanatöku varðandi fæðinguna. Stór hluti þeirra (79.66%) telja að fræðsla á námskeiðinu hafi hjálpað þeim að taka ákvarðanir um bjargráð án lyfja í fæðingu, og nær sami fjöldi (75.21%) telur að fræðslan hafi hjálpað þeim að taka ákvarðanir varðandi notkun lyfja í fæðingu. Eingöngu 47.46% kvenna telja að fræðslan hafi hjálpað þeim að taka ákvarðanir varð- andi stellingar í fæðingu (mynd2). Ef horft til þess hvort konunum fannst námskeiðið hafa gefið sér raunsæa mynd af fæðingunni má sjá fylgni á milli nokk- urra fullyrðinga varðandi þetta í töflu 2. Á lárétta ásnum eru spurningar sem spurt var eftir námskeiðið en á lóðrétta ásnum spurn- ingar sem spurt var eftir fæðingu. Eins og sjá má í töflu 2 þá var t.d. há fylgni milli fullyrðingarinnar „mér finnst námskeiðið gefa mér aukið sjálfstraust til að takast á við fæðinguna“ og svo „mér fannst námskeiðið hafa gefið mér aukið sjálfstraust til að takast á við fæðinguna.“ Fullyrðingin „ég réð vel við aðstæður í fæðingunni“ hafði hins vegar ekki fylgni við neina fullyrðingu í fyrri listan- um (tafla 2). Tæp 60% kvenna töldu að námskeiðið hefði dregið úr áhyggjum og kvíða varðandi fæðinguna, sem er samsvarandi fjöldi og taldi það ástæðu þess að fara á foreldra- fræðslunámskeið. Hér eru það töluvert fleiri feður sem svara því til að fræðsla hafi dregið úr áhyggjum og kvíða en leituðu eftir fræðslu vegna áhyggna og kvíða á með- göngunni. Feður sem leituðu eftir fræðslu vegna áhyggna og kvíða voru marktækt meira sammála þeirri fullyrðingu eftir fæð- Mynd1 . Mikilvægi foreldrafræðslunámskeiða frá sjónarhorni þátttakenda. Mynd 1. Mikilvægi foreldrafræðslunámskeiða frá sjónarhorni þátttakenda. 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% Mæður Feður n=227 % n=218 % Aldur1 18-23 ára 35 15,6 21 10,0 24- 28 ára 105 46,9 72 34,3 29-34 ára 66 29,5 98 46,7 35-39 ára 18 8,0 19 9,0 40 ára og eldri 3 1,3 7 3,3 Fjöldi barna2 Ekkert barn 198 87,2 180 83,3 Eitt barn 22 9,7 29 13,4 Tvö börn 5 2,2 6 2,8 Þrjú börn 2 0,9 1 0,5 Hjúskarparstaða Gift/sambúð 211 93,0 204 93,6 Fast samband 9 4,0 11 5,0 Einstæð 7 3,1 3 1,4 Hæsta prófgráða3 Grunnskólapróf 18 8,0 37 17,1 Iðnskólapróf 10 4,4 24 11,1 Stúdentspróf 44 19,5 40 18,5 Háskólapróf 143 63,3 105 48,6 Annað 11 4,9 10 4,6 Staða4 Launþegi 172 76,1 167 77,0 Sjálfstætt starfandi 11 4,9 15 6,9 Í námi 37 16,4 27 12,4 Heimavinnandi 3 1,3 0,0 Annað 3 1,3 8 3,7 Móðurmál5 Íslenska 218 96,0 212 98,6 Annað tungumál 9 4,0 3 1,4 1 Einn faðir svarar ekki 2 Tveir feður svara ekki 3 Ein móðir og tveir feður svara ekki 4 Ein móðir og einn faðir svara ekki 5 Þrír feður svara ekki EÐA N varies due to missing data Tafla 1. Lýðfræðilegar upplýsingar um mæður og feður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.