Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 59

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 59
 59júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið 250 ára afmælisins er minnst með ýms- um hætti m.a. í útskriftarmálstofu nemenda í ljósmóðurfræði 20. maí síðastliðinn. Ljós- mæðrablaðið í ár er veglegra en oft áður með fræðandi og ritrýndum greinum sem gagn og gaman er af. Kennarar og nem- endur í grunn- og framhaldsnámi kynna sín rannsóknarverkefni og ljósmæður segja frá sinni reynslu. Í ágúst mun námsbraut í ljós- móðurfræði taka þátt í samstarfsverkefni Háskóla Íslands vegna aldarafmælis hans, með minjasöfnunum á Nesi, en þar eru rætur heilbrigðiskerfis á Íslandi. Þegar Háskóli Íslands var stofnaður kom til greina að ljósmóðurfræði yrði kennd með læknisfræði í háskólanum. Af því varð ekki því ekki tókst að fá fjárveitingu fyrir kennslu ljósmæðranema. Velta má fyrir sér hvaða áhrif það hafi haft að um kvennastétt var að ræða. Næsta ár verður viðburðaríkt því þá höldum við ljósmæður upp á okkar aldarafmæli og stofnun Yfirsetukvennaskóla Íslands sem seinna varð Ljósmæðraskóli Ís- lands sem var lagður niður þegar nám ljós- mæðra fluttist loks í Háskóla Íslands árið 1996, fyrir 15 árum. Námsbraut í ljósmóður- fræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ljósmæðrafélagið mun halda ráðstefnu og horfa þá til framtíðar og þekkingarþróunar í ljósmóðurfræðum í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Í hlutverki ljósmóður felst lífið sjálft, mæðraskoðun og fræðsla á meðgöngu til foreldra, fæðingarhjálp og umönnun mæðra, feðra, nýbura og ungu fjölskyldunnar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna, umönnun og ráð- gjöf um kvenn- og kynheilbrigði. Markmiðið er að ljósmóðirin geti fyrirbyggt heilbrigðis- vandamál, greint frávik og brugðist við þeim í samráði við konuna og fjölskyldu hennar, í samhengi við þeirra umhverfi og samfélag. Halldór Brynjólfsson biskup á Hólum í Hjaltadal sem gaf Yfirsetukvennaskólann út árið 1749, sagði ljósmóðurstarfið vera eitt það mikilvægasta sem þekktist. Undir það getum við ljósmæður tekið. Nú sem fyrr viljum við að ljósmóðirin sé vel uppfrædd, athugasöm og ástundunarsöm bæði til að læra og iðka ljósmóðurfræðina. og hjúkrunarleyfi á Íslandi. Ljósmóðurnám er starfstengt nám sem tryggir starfsréttindi eftir að sótt hefur verið um ljósmóðurleyfi til Landlæknis. Með einu ári til viðbótar er mögulegt að ljúka meistaraprófi í ljósmóð- urfræði sem er aðgangur að doktorsnámi í ljósmóðurfræðum. Það er ekki sjálfgefið að ljósmóðurfræði sé kennd í háskóla. Víða er tekist á um það hvort kenna eigi ljósmóðurfræði sem sér- staka fræðigrein á æðra menntunarstigi. Árangur barneignarþjónustu á Íslandi sem er með því besta sem gerist í heiminum, er ekki síst að þakka vel menntuðum ljós- mæðrum sem veita heildræna þjónustu og sjá um meðgönguvernd, fæðingarhjálp og umönnun í sængurlegu hjá öllum konum og fjölskyldum þeirra. Hugmyndafræði ljósmæðra leggur áherslu á að barneignarferlið sé lífeðlislegt og að fæðing barns í fjölskyldu sé ekki síður félags- legur atburður en líffræðilegur. Ljósmæður voru áður fyrr einnig kallaðar nærkonur sem vísar til nærveru ljósmóðurinnar gegnum barneignarferlið og sambandsins og tengsla sem verða milli konunnar og fjölskyldunnar sem er svo mikilvæg til að þróa færni og ljós- móðurfræðilega þekkingu. Þess vegna er stór þáttur ljósmóðurnáms klínískt nám og starfs- þjálfun eða rúmlega 60% af náminu. Á þessu ári eru 250 ár liðin frá því að hafið var formlega að mennta ljósmæður á Ís- landi. Upphaf ljósmóðurnáms má rekja til þess að í embættisbréfi fyrsta Landlæknis Íslands, Bjarna Pálssonar sem kom til lands- ins 1760 stóð að honum væri skylt að veita „einni eða fleiri siðsömum konum tilhlýði- lega fræðslu í ljósmóðurlist og vísindum“. Hann fékk til starfans lærða ljósmóður frá Danmörku, Margarethe Katrine Magnussen sem tók að sér kennslu ljósmæðra í heima- húsum í Reykjavík árið 1761. Fyrsta námsbók í ljósmóðurfræði eftir Buchwald kom út nokkru áður, árið 1749. Bókin var eina kennslubókin í ljósmóður- fræði í 40 ár eða allt til ársins 1789. Sex árum eftir að kennsla hófst í fræðunum höfðu níu ljósmæður verið „examineraðar“ eftir bókinni. Yfirsetukonan í þá daga skyldi ...hvergi vera of ung og óreynd, né of göm- ul, heldur miðaldra, með fullum kröftum, minni og forstandi, heil og ósjúk, ekki of lurkaleg, of feit, eða stirð í vikum; þar með skal hún vera snarráð, siðlát, glaðlynd og skynsöm, að hún kunni að lesa og skrifa, og sérdeilis að lesa; þar að auk forstandug og meðaumkunnarsöm við fátæka, en fram yfir allt annað, skal hún vera guðhrædd og hafa góða samvisku: þar fyrir utan, má hún ekki vera þunguð að barni, nær hún skal öllum hjálpa, því það hindrar hana í hennar verki, og fyrir hana er það skaðlegt einnin (Sá nýi yfirsetukvennaskóli eða stutt undirvísun um yfirsetukvennakúnstina, 2006, Söguspek- ingsstifti, Hafnarfirði, bls.17). Ljósmæður eru fyrsta stétt íslenskra kvenna í opinberu starfi og fengu þær fljót- lega laun fyrir störf sín en fyrstu lög stéttar- innar tóku gildi árið 1875. Þá var námstími ljósmæðra skilgreindur þrír mánuðir og síðar sex mánuðir allt til ársins 1932. Námið tók þá eitt ár og starfsheitið ljósmóðir var tekið upp. Árið1964 breyttist námið í tveggja ára nám eins og það er í dag að loknu hjúkrun- arnámi, en inntökuskilyrðum var breytt árið 1982. Í dag er kandídatsnám í ljósmóðurfræði fullt tveggja ára nám á meistarastigi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Inn- tökuskilyrði er BS gráða í hjúkrunarfræði Ljósmæðramenntun í 250 ár á Íslandi Staldrað við og horft fram á veginn Ólöf Ásta Ólafsdóttir ljósmóðir PhD lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.