Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 20
 20 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 sjúkdómur heldur eðlilegt, náttúrulegt ferli í lífi konunnar. Féll það í öllum tilvikum vel að þeirra eigin viðhorfi þótt það væri gagnstætt því sem þær töldu vera ríkjandi í menningu þeirra og heimalandi eins og sjá má á orðum Fanneyjar: In Finland women has some weird attitude that they are some patients, at least that´s just my image and what I´ve been reading you know. I think that things are a little bit different here. I think that they are a little bit better here. Lifnaðarhættir Viðhorf og hugmyndir viðmælenda um lifn- aðarhætti á meðgöngu voru að mestu sam- hljóma almennum viðhorfum hér á landi. Engin kvennanna reykti né neytti áfengis á meðgöngu og flestar töldu farsælast að borða hollan og fjölbreyttan mat á með- göngu og eftir fæðingu. Þó eru hefðir um mataræði í barneignarferlinu mismunandi eftir menningu og reyndu þær að fylgja sínum hefðum. Pólsku konurnar tvær voru sammála um að ófrískar konur eru meira verndaðar í Pól- landi en almennt tíðkast hér og þær eigi að hlífa sér. Þessi viðhorf stangast á við almenn viðhorf og hefðir hérlendis og valda hugsan- lega árekstrum í umönnun t. d. varðandi veikindafrí. Pálína lýsir þessu hér: Í Póllandi er kona mikið meira vernduð. Þegar hún líður svolítið illa og talar við læknir fær hún strax veikindafrí og hún fer í frí og hún hvílir sig eins lengi og henni finnst hún þurfa að hvíla sig en hér er mjög erfitt að tala við lækni til þess að fá veikindafrí. Skilningur á áhrifum menningar á gildi og hegðun fjölbreyttra hópa fæst með því að vera meðvitaður um ólíka menningu og afla sér þekkingar á menningartengdum við- horfum ólíkra hópa (Burchum, 2002; Kim- Godwin o.fl., 2001 & Suh, 2004). Framan- greint viðhorf pólsku kvennanna er dæmi um ólík viðhorf til lifnaðarhátta á meðgöngu vegna menningarlegs bakgrunns. Með því að þróa með sér það innsæi að mismunandi sjónarmið skýra ólíkan sannleik verður meiri skilningur á árekstrum hugmynda og vænt- inga sem þetta einfalda dæmi sýnir. Þar með skapast meiri grundvöllur fyrir því að finna lausnir og úrræði sem henta. Hugmyndir um fæðinguna / verkjameðferð í fæðingunni Flestar kvennanna tjáðu nokkurn kvíða fyrir fæðingunni sem má teljast eðlilegt hjá kon- um á meðgöngu, t.d. kvíði fyrir hríðaverkjum og hvort allt verði í lagi með barnið. Nokkrar lýstu kvíða vegna óvissu og tjáskipta við ljósmæður í fæðingunni. Pálína sagði: Ég held að þá er ég hrædd við það óvissu sem kemur. Ég veit ekki hvernig þetta verður. Auðvitað er maður hræddur líka að það kemur ekkert fyrir barnið og hvort það verði í lagi og allir þessir verkir sem á að koma. Almennt þá er ég...kvíðir mig fyrir. En mest þá hef ég áhyggjur af því að ég mun ekki skilja ljósmóðurina. Konurnar höfðu það viðhorf að fæðingin sé eðlilegt ferli og vildu flestar nota óhefð- bundnar aðferðir í stað verkjalyfja í fæðingu sinni. Nokkrar fagna möguleika á vatnsbaði sem verkjameðferð og virðist það ekki vera í boði í sama mæli í heimalöndum þeirra. Belinda: Yeah, I would like that [að nota baðið]. And that´s different here because in the US when we were talking about it I think there´s one room in the whole hospital that has a bath. It´s not that common whereas here it seems more common. Salome sem fæddi fyrra barn sitt erlendis, var ekki kvíðin en hugmyndir hennar um eðlilega fæðingarstellingu eru ólíkar því sem mælt er með hér: Nei. Ég er alltaf bjartsýn. Ég lít á þetta jákvæða...held að þetta gangi bara fínt og hef engar áhyggjur af þessu. Ég held að þau komi bara venjulega ég er ekkert að hugsa um keisara eða eitthvað svoleiðis. [Hvernig venjulega?] Bara liggja flöt á bakinu. Bara á bakinu og bíða eftir að barnið komi. Ekkert að vera í vatni eða svoleiðis. Viðvera maka/aðstandenda Meðal þess sem konurnar voru ánægðar með og mátu mikils í hefðum hér á landi, var viðvera maka/aðstandenda í fæðingunni en meirihluti kvennanna kemur frá löndum þar sem maki er almennt ekki viðstaddur fæð- inguna. Þótti konunum það mjög jákvætt og í seinni viðtölum kom fram að þeim þótti mikill stuðningur að hafa maka sinn með. Kolbrún var spurð um hefðir tengdar viðveru aðstandenda í fæðingunni í hennar heima- landi og svaraði hún: Það er ekki leyft á spítalanum sko. Það geta verið tvær konur í sama herbergi. Það má ekki fara inn í her- bergi þar sem aðrar konur eru. Mér finnst mjög gott að hann getur verið hjá mér. Það skal tekið fram að makar voru ekki spurðir sérstaklega um þetta atriði í við- tölunum en óbeint kom fram að þeir voru sama sinnis. Maki Pálínu lýsti upplifun sinni af fæðingunni: Ég upplifði það [fæðinguna] mjög vel. Ég held persónulega að staða eiginmannsins eigi að vera við- staddur fæðinguna. Í rannsókn Wiklund, Aden, Högberg, Wikman og Dahlgren (2000) kom fram að sumum sómölskum konum fannst mjög óþægilegt að hafa maka sinn með sér þar sem fæðing- in væri heimur konunnar. Það sýnir glöggt hversu viðhorf og væntingar kvenna til barn- eignarferlisins, í þessu tilviki viðveru maka, geta verið mismunandi og því mikilvægt að barneignarþjónustan taki mið af þörfum hvers og eins. Þróun menningarhæfni felur í sér stöðuga öflun upplýsinga um mismun- andi og oft á tíðum ólíka menningu, hvað það er sem einkennir tiltekna hópa hvað varðar samskipti og hugsunarhátt, án þess þó að alhæfa um hópinn (Burchum, 2002; Dean, 2010; Kim-Godwin o.fl., 2001 & Suh, 2004). Ætla má að þekking á venjum og hefðum konunnar um viðveru maka auki skilning á væntingum hennar og ekki megi ganga út frá því að öllum konum finnist það jákvætt að maki sé viðstaddur fæðinguna. Brjóstagjöf Allar konurnar áttu það sameiginlegt að vilja hafa barnið sitt á brjósti. Mismikil áhersla er lögð á brjóstagjöf eftir menn- ingu hverrar og einnar og oft tengist lengd brjóstagjafar lengd fæðingarorlofs. Belinda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.