Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 81

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 81
 81júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið full meðgengin?” Eins og þessi atburður ætti ekki að snerta mig á sama hátt, en ég veit að það var ekki meint þannig. Ég vissi alveg hvað þær voru að fara en mér fannst kannski að það mætti standa aðeins betur að þessu. Guðrún: Það sem mér fannst svona erfiðast í náminu, í raun erfiðast var þessi blessaða leikfimi á morgnana og svo yfirsetan yfir fárveikum pre-eclampsíum, það var alveg skelfilegt. Bæði var maður hræddur um að þær færu í krampa, svo sat maður bara alla nóttina og alla vaktina í kolsvarta myrki. Þær urðu svo veikar, það var svo seint gripið inní, þetta voru alveg rosalega erfiðar yfir- setur. Ég man eftir að maður var jafnvel ekki leystur af, við vorum mikið notaðar í slíkar yfirsetur og ljósmæður voru ekkert mikið með okkur. Ólafía: Ég upplifði það aldrei að það væri gengið fram af mér. Yfirleitt komið mjög vel fram við mig og passað upp á ef maður bað um að fara á klósettið eða borða þá var það bara ekkert mál. Maður þurfti líka bara að sækja um það eða biðja um það, það er bara sjálfsagt, maður er fullorðin manneskja og þær eru ekkert að taka fram fyrir hendurnar á manni heldur. Þetta var hluti af náminu og maður lærði rosalega mikið af því líka. Guðrún: Nú við lærðum að taka á móti sitjanda, eins og er gert núna, maður tók á móti sitjanda eins og í höfuðstöðu, það var ekkert mál þó að það væri sitjandi. Svo verð ég að nefna epiduralinn, ég náði því að vinna áður en nokkur kona gat fengið epidural. Það var náttúrulega stundum bara bardagi að koma þeim í gegnum fæðingu maður var alveg löður sveittur að vinna að því endalaust. Auðvitað kom epiduralinn, sá og sigraði dálítið mikið, en þvílíkur munur. Enda hef ég oft sagt að besta við epidural- inn er að hann skuli vera til, því þetta var oft alveg svakalega erfitt. Keisaratíðni var ekki há, það var barist í það endalausa, hlustað og taldir dropar án þess að hafa dropatelj- ara, þannig að maður var orðin svolítið lerk- aður eftir vaktirnar. Mesta byltingin er að sónarinn skyldi koma þó að sumir segi að hann sé ekki til alls góðs. Ég tók á móti svo hryllilega van- sköpuðum börnum, það var rosalega erfitt, sem að við losnuðum við með tilkomu són- arsins, þá er ég að tala um alveg svakalegan vanskapnað, ég er ekki að tala um Down´s eða Turner syndrom eða eitthvað svoleiðis. um neitt eftir á. Eins og þegar eitthvað gerð- ist, t.d sat ég yfir konu sem dó í höndunum á mér en maður var bara sendur á nætur- vaktina og aldrei minnst á það aftur, þetta er ekki gott. Það er eitthvað sem hefur breyst sem betur fer, hvort þetta ætti að koma meira inn í ljósmæðranámið veit ég ekki, ég held að það væri alveg rosalega gott að fá kennslu í handleiðslu þó að það væri ekki nema nokkrir tímar. Það var nú ekki fyrr en ég varð yfirljósmóðir sem ég hafði tækifæri á því að fara til handleiðara, mér fannst það alveg rosalega ganglegt. Ólafía: Mér fannst þetta vera ábótavant í mínu námi, maður var kannski búin að vera í einhverjum erfiðum atburðum. Fólk var svo bara að flýta sér af vaktinni, lífið fyrir utan vinnustað bíður. Maður talaði kannski bara við sínar skólasystur í skólanum á eftir. Ég talaði nú sérstaklega um það því mér fannst það hefði mátt standa betur að þessu. Ég upplifði það að ég tók á móti andvana barni, svo var þessu að ljúka rétt fyrir vaktaskipti og ég skildi það mjög vel að ljósmóðirin sem var með mér var að drífa sig heim, átti að mæta á morgunvakt daginn eftir. Það var svo talað um það á vaktinni að þetta væri svo erfitt ef konan væri fullmeðgengin þá fór ég að hugsa „má mér þá ekki finnst þetta vera erfitt af því þessi kona var ekki Guðrún: Svo er eitt sem var eftirminnilegt í náminu, sem ég hef nú svolítið haldið á lofti ennþá, að hvetja umsjónarljósmæðurnar til að spyrja opinna spurninga í staðin fyrir að leiða nemann mjög mikið. Ég var alin upp við það, það var einn af læknunum sem spurði okkur alveg hispurslaust og oft við óþægilegar aðstæður „það er kona hérna, hvað ætlar þú að gera fyrir hana”? Maður roðnaði og blánaði en svo lærði maður þetta, maður varð bara að hugsa hratt, þannig er lokaprófið. Við gerum aldrei of mikið af því, leggja upp dæmi og fá nemann til að leggja plan. Mér fannst þetta mjög lærdómsríkt þó að þetta sé óþægilegt og jafnvel einhver að hlusta á mann. Fannst þú fyrir þessu, var þetta gert hjá þér Ólafía? Ólafía: Já ég var alveg spurð hvað ég mundi gera, ég fékk spurningar eins og hvað ætlar þú að gera, hvernig og af hverju, við vorum kannski ekki að gera það fyrir framan alla, vorum bara að tala saman þá var ekkert stress. Ég er alveg sammála Guðrúnu, þetta hjálpar manni í dag. Guðrún: Svo er það eitt sem kannski er ekki akkúrat tengt náminu, það var aldrei talað Guðrún á námsárunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.