Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 17
 17júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið á og segir í lögum landsins (Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997). Nýbúum hefur fram til þessa fjölgað hratt hér á landi undanfarin ár. Hópur skjólstæð- inga heilbrigðiskerfisins er í auknum mæli fjölmenningarlegur í stað einsleits hóps Ís- lendinga. Erlendum konum sem fá þjónustu í barneignarferlinu fer einnig fjölgandi. Kon- ur með erlent ríkisfang voru 12.2% þeirra kvenna sem fæddu á Íslandi árið 2010 (Birna Björg Másdóttir, fjármálasvið, Landspítala, munnleg heimild, 8. júní 2011). Það kallar á aukna þekkingu og skilning heilbrigðis- starfsfólks en menningarlegur bakgrunnur fólks hefur áhrif á tjáningu, heilsulæsi og væntingar til heilbrigðisþjónustu (Nutbeam, 2000). Menning er gleraugun sem fólk horfir í gegnum þegar það túlkar hin ýmsu fyrirbæri og því getur sama fyrirbærið verið túlkað mismunandi eftir því hver á í hlut. Í barneignarferlinu getur röng túlkun á tján- ingu konunnar haft áhrif á líðan hennar, upplifun og reynslu sem getur einnig haft áhrif á viðbrögð umönnunaraðila og með- ferð (Brathwaite & Williams, 2004; Maputle & Jali, 2006; Ottani, 2002). Þannig er upplif- un kvenna af hríðarverkjum, notkun verkja- lyfja í fæðingu og viðhorf til óhefðbundinna meðferða ólík eftir uppruna (McLachlan & Waldenström, 2005). Menningarhæfni, sem þýðing á orðinu cultural competence, er hugtak sem tekur á þessum vanda og var lagt til grundvallar í þeirri rannsókn sem hér er kynnt. Hugmynda- og fræðilegur bakgrunnur Menningarhæfni er ferli þar sem heilbrigðis- starfsmaður reynir stöðugt að öðlast þá færni sem þarf til að vinna í menningarlegu tilliti með skjólstæðingi, einstaklingi eða í samfélagi þannig að árangri sé náð. Ferlið er breytilegt og krefst þess að hafa opinn huga og vera viðbúinn því að hugmyndir hans geti breyst í tímans rás eftir því sem hann mætir fleiri einstaklingum annarrar menningar (Campinha-Bacote, 1999; Crigger, Brannig- an & Baird, 2006; Suh, 2004). Menningar- hæfni er, rétt eins og menning, margslungið og flókið hugtak sem fræðimenn greina í nokkur undirhugtök eins og vitund, viðhorf, þekkingu, næmi, skilning, hæfni, samskipti og löngun. Misjafnt er eftir höfundum hvaða undirhugtök eru talin með en sameiginlegi þráðurinn er að við samruna hugtakanna verður menningarhæfni ljós (Brathwaite, 2005; Callister, 2001; Campinha-Bacote, 1999; Kim-Godwin, Clarke & Barton, 2001; St. Clair & McKenry, 1999; Suh, 2004). Mat á menningarhæfni heilbrigðisstarfsfólks er fyrst og fremst sjálfsmat þeirra á eigin hæfni með mælitækjum byggðum á áðurnefndum undirhugtökum, en sjaldnast er um að ræða tengingu við útkomu skjólstæðinga eða þeirra mat á hæfni starfsfólks. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til að efla menningarlega hæfni meðal heilbrigðisstarfsmanna t.d. fyrirlestrar, rannsóknarvinna, ráðgjafaþjónusta, hlutver- kaleikir, vinnusmiðja og verknám eða dvöl meðal fólks ólíkrar menningar (Brathwaite, 2005; Leishman, 2004; St.Clair & McKenry, 1999). Ávinningur af menningarfærni í heil- brigðisþjónustu er ekki eingöngu fyrir skjól- stæðingana heldur einnig fyrir heilbrigðis- kerfið og starfsfólk þess (sjá mynd 1). Heilsulæsi (health literacy) er annað hugtak sem rannsóknin byggir á, skilgreint sem færni einstaklings til að nálgast, skilja og bregðast við heilsufarsupplýsingum á þann hátt að það komi að notum til efl- ingar og viðhalds góðri heilsu (World Health Organisation [WHO], 1998). Nýbúar sem hafa takmarkaðan skilning á tungumálinu og geta ekki lesið leiðbeiningar eða skilja ekki heilbrigðisupplýsingar hafa takmarkað heilsulæsi. Ástæður þess eru tungumála- erfiðleikar en ekki síður menningartengdir árekstrar því bæði tungumál og menning hefur áhrif á hvernig einstaklingar taka við heilsufarsupplýsingum og hvernig þeir nýta þær upplýsingar sem þeir fá. Menning ein- staklings skýrir að miklu leyti viðhorf hans til heilbrigðis og veikinda auk túlkunar á ein- kennum og hvernig og hvenær hann leitar til heilbrigðiskerfisins (Mullins, Blatt, Gbarayor, Yang, & Baquet, 2005). Í umönnun skjól- stæðinga sem koma úr annarri menningu er því mikilvægt að gera sér grein fyrir heilsu- læsi þeirra. Heilsulæsi kvenna á meðgöngu felur, auk áðurnefndra atriða, í sér hæfni til að merkja teikn um áhættu á meðgöngu, að taka ákvarðanir um heilbrigða lifnaðarhætti á meðgöngu og að forðast lifnaðarhætti sem geta verið skaðlegir. Rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli ungbarna- og mæðradauða og þess að hafa takmarkað heilsulæsi (Mullins o.fl., 2005; Ohnishi, Nakamura, & Takano, 2005; Renkert & Nutbeam, 2001). Í með- gönguvernd er sjálfstraust kvenna styrkt og þær læra að þekkja eigin líkama og treysta honum. Aukinn styrkur og sjálfstraust hjálp- ar konunni að takast á við nýtt hlutverk sitt sem móður (Ljósmæðrafélag Íslands [LMFÍ], e.d.). Í umönnun erlendra kvenna er mikil- vægt að efla heilsulæsi þeirra með því að tryggja þeim upplýsingar og fræðslu sem þær skilja. Þannig eflist sjálfstraust þeirra og vitund um eigin heilsu og barna þeirra. Aug- ljóslega er hlutverk ljósmæðra hér stórt og kallar á þekkingu þeirra á samhengi heilsu- læsis og styrkingar kvennanna og ekki síður á menningarhæfni í barneignarþjónustunni. Barnsfæðing er djúpstæð reynsla þar sem menningarlegur bakgrunnur konunnar hefur mikla þýðingu og misjafnt hvort litið er á meðgöngu og fæðingu barns sem læknis- Menningarhæfni Vídd vitsmuna Meningarleg vitund Menningarleg þekking Vídd tilfinninga Menningarlegt næmi Vídd hegðunar Menningarleg hæfni Vídd umhverfis Menningarleg samskipti Víðsýni Sveigjanleiki Færni Fyrir skjólstæðinginn Heildræn umönnun Aukin lífsgæði Meiri ánægja með heilbrigðiskerfið Betri meðferðarheldni Fyrir heilbrigðisstarfsfólk Persónulegur og faglegur vöxtur Vitsmunalegur þroski Fyrir heilbrigðiskerfið Aukin gæði hjúkrunar Skilvirkari meðferð Lægri kostnaður Mynd 1. Líkan af undirhugtökum menningarhæfni í fjórum víddum (vinstra megin) og tengdum út- komubreytum (hægra megin). Heimild: Suh, E. E. (2004). The model of cultural competence through an evolutionary concept analysis. Journal of Transcultural Nursing, 15(2), bls. 97.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.