Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 80

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 80
 80 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 um seinna inn en kl. 23:30 á kvöldin, sumar trúlofaðar, mér fannst þetta mjög óraunhæft. Það var leitað á herbergjum og inní skápum, gengið á herbergin á kvöldin og ég er ennþá pínulítið ósátt við þetta. Mér fannst þetta skerðing á frelsi og trausti, okkur var ekki treyst fyrir okkur sjálfum, ég var sár út í það. Svo fengum við pínulítil laun, ég gat keypt mér eina kápu yfir veturinn og ein stígvél. Við gátum keypt okkur mat en svo fengum við alltaf mjólkurkex og mig minnir egg eða eitthvað sem við gátum borðað um kvöldið. Borðar þú mjólkurkex í dag? Guðrún: Nei Ólafía: Við vorum 10 í holli, við erum nú svo nýútskrifaðar að við hittumst alltaf fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði, þá reynum við að hittast í hádegismat einhversstaðar. Aldursdreifingin er nokkuð breið en náðum flestar bara mjög vel saman. Við vorum náttúrulega ekki lokaðar inni þannig að það hafði ekki áhrif á skemmtanalífið hjá okkur svo þurfti maður að reka sitt heimili ég á náttúrulega mína íbúð og minn bíl. Við fengum borgað annað árið, svo fékk maður námslán til þess að reka sig og sitt, það gekk nú bara alveg ótrúlega vel. Þú náðir að kaupa þér meira en eina kápu og ein stigvél? Ólafía: Já ég gat alveg keypt mér meira en eitt skópar, enda hef ég nú fórnað ýmsu fyrir skóparið það get ég sagt ykkur, þá sleppi ég nú frekar að borða heldur en að sleppa að kaupa mér skó! Guðrún: Prófin voru alveg nákvæmlega eins og þau voru hérna þangað til núna þetta ár. Það var bara græni dúkurinn og prófnefnd, sem var svolítið stærri en hún er núna. Síðan fengum við konu til að skoða og segja frá og drógum svo miða, þetta er mjög gömul hefð. Núna er krossapróf í staðin fyrir að draga miða. Ég var rosalega glöð með þessa breytingu. Það er miklu sanngjarnara, þá fá allir sama prófið. Ólafía: Ég man eftir því í fyrsta skipi sem ég fór í þetta munnlega próf, ég þekkti þetta ekkert frá hjúkruninni. Að sitja og þurfa að koma frá sér í töluðu máli var bara eitthvað sem ég kunni ekki og jók kannski aðeins á stressið. Finnst þér þú getað fundið einhvern mun á því að taka á móti nemum úr skólanum? Guðrún: Svona já og nei, þær koma með mismikinn þekkingarbrunn inn í skólann en einhvernveginn finnst mér alltaf þegar ég hitti hópinn fyrst, þá eru þetta bara ljós- mæðranemar sem eru að byrja að læra akk- úrat þessi fræði. Manni finnst samt, af því þú ert að tala um starfsreynslu, geta verið bæði plúsar og mínusar að vera búin að vinna mjög lengi, þær sem eru búar að vinna lengi við hjúkrun, eiga sumar svolítið erfitt með þessar miklu yfirsetur, tekur svolítinn tíma að læra það. Við erum, kannski sérstaklega þær sem eru í fæðingunum, svona víkingasveit með samt alla blíðuna og umhyggjuna. Þetta er náttúrulega dásamlegur hópur og maður fær gæsahúð yfir því að hafa fengið að vera í svona samfélagi. Þetta er bara ólýsanlegt starf, ég held að við getum bara sagt það, það er leit að starfi sem inniber svona mikið eins og við vinnum við. Mér finnst ekkert erf- iðara að fá þessar konur sem eru búnar að vera að vinna við hjúkrun og jafnvel skrifa einhverjar greinar og eru komnar með virtan vísindaheim til að vinna verklegu störfin, þær eru náttúrulega með mikinn þekk- ingargrunn og meiri víðsýni og eiga kannski auðveldara með að tengja. En mér finnst þessi þróun í náminu hafa orðið til góðs og gengið alveg ótrúlega vel. Auðvitað vorum við bara stelpur sem byrjuðu í náminu þegar ég fór í námið, vorum þá orðnar tvítugar allar, ég held að við höfum útskrifast nokkuð færar sem ljósmæður til þess að greina hvað sé eðlilegt og hvað óeðlilegt í meðgöngunni og taka á móti barni og hugsa um konurnar og börnin á eftir. Hvað voruð þið margar í holli og haldið þið sambandi? Guðrún: Hjá mér, já, við höldum sambandi, við vorum níu, tvær eru dánar, þannig að það eru bara sjö eftir. Við hittumst ekki oft, kannski bara annað hvert ár til að hittast eitthvað að ráði, þetta er ekki svona sauma- klúbbsstemming. Við bjuggum í skólanum, það var nú eftirminnilegast, við vorum lok- aðar inni. En mér fannst svolítið ósanngjarnt þá að vera þarna 20 ára og vera treyst fyrir konu og barni í náminu en vera lokaðar bara inni í fangelsi næstum því. Við vorum skrif- aðar niður í svarta bók á vaktinni ef við kom- Á þessum tíma var ekki mikið um rann- sóknarverkefni eða vísindastarf þegar ég var í náminu, það kom sem betur fer seinna. Það er ekkert rosalega langt síðan að við ljós- mæður fórum að vinna vísindastörf og taka þessi góðu og flottu próf sem við erum að gera núna. Finnur þú fyrir hvenær það varð vendi- punktur í því? Guðrún: Manni fannst það árið 1973 þegar byrjað var að taka inn nemendur í hjúkrun í HÍ þá komu þær með þekkingarbrunn inn í ljósmæðranámið. Það var mjög áberandi þá að ljósmæðurnar fóru í varnarstöðu, þær áttu erfitt með að kenna konum sem að sumu leyti vissu meira um margt en þær sjálfar, það var mjög mikil togstreita þá. Svo lærðum við að nýta það. Auðvitað þurftu þær að læra jafnmikið og við í ljósmóður- fræðum alla vega í þessu verklega, en það tók svolítinn tíma að myndast svona jöfn- uður á það af því að fagið og starfið okkur er svo rosalega sértækt. Ólafía: Mér finnst svo gott þar sem ég er núna að fá að vinna með eldri ljósmæðrum sem þar eru og mér finnst það svo mikil blessun. Það er svo mikill viskubrunnur sem er þarna og að fá að læra af þeim bara svona verklag og þess háttar sem maður lærir bara með reynslunni. Ég var sú eina sem fékk áfram vinnu haustið eftir útskrift á Landspítalanum, þá hugsaði ég „er ég þá bara ein sem fæ að læra af þessum konum” og svo hætta þær og þá koma inn nýjar sem missa af því að læra af þessum konum, það er mikil synd. Guðrún: Gott að heyra þetta, ég hef heyrt marga tala um það, kannski er það svolítið sérstakt hjá okkur við hikum ekki, alveg sama hvaða starfsreynslu við höfum, að leita til hverra annarra, veit ekki hvort við gerum það meira en aðrar stéttir en sem betur fer erum við duglegar að leita eftir fróðleik hjá hvorri annarri - svona jafningastuðningur og fræðsla. Nú ert þú Guðrún búin að kynnast margs- konar útgáfum af ljósmæðranemum, fyrst voru það konur sem komu beint í Ljós- mæðraskólann, síðan hjúkrunarfræðingar sem komu inn í Ljósmæðraskólann, svo breyttist það og fór síðan í Háskólann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.