Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 53

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 53
 53júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið 5% stunda líkamsrækt sjaldnar en einu sinni í mánuði eða aldrei. matarvenjur og þyngdarstjórnun Þegar kemur að spurningum um mataræði ljósmæðra er meirihlutinn (74%) sem borð- ar reglulega eða minnst þrjár máltíðir á dag 5-7 daga vikunnar. Um 27% sögðust hugsa oft eða alltaf um mat, af þeim voru tæp 2% sem sögðust fá samviskubit yfir því að hafa borðað yfir sig. Niðurstöður um hæð og þyngd ljós- mæðra er í samræmi við reglulegt mataræði og hreyfingu en meðalhæð var 168 cm og meðalþyngd 74 kg. Hæðin var á bilinu 155 cm til 187 cm en þyngd 51 kg til 130 kg. Um 38% töldu sig vera í eðlilegri þyngd, 44% töldu sig vera aðeins eða nokkuð of þungar en tæp 17% töldu sig vera allt of þungar. Þá sögðust 53% aldrei fara í megrun, 25% sjaldan, um 13% stundum og rúmlega 7% oft eða alltaf í megrun. Reykingar og áfengisneysla Einungis 3% ljósmæðra sögðust reykja dag- lega og 4% reykja sjaldnar en daglega. Tæp 64% sögðust aldrei hafa reykt og rúm 29% sögðust hafa reykt en hætt. Ljósmæður voru spurðar að því hvort þær neyttu áfengis og svöruðu 82% því játandi. Tæp 95% sögðu áfengisneysluna ekki hafa áhrif á ástundun vinnu. Rúm 91% bréfi kom fram að heimilt var að sleppa að svara einstökum spurningum. Gefinn var vikufrestur til að svara könnuninni. Könn- unina átti að senda til baka í svarumslagi til Ljósmæðrafélags Íslands þar sem rann- sakandi nálgaðist svörin. Útvinnsla gagna fór fram í SPSS tölfræði- forritinu (2007) og skoðaðar voru tíðnitöflur. Gagnagrunnurinn sem varð til við úrvinnslu er varðveittur hjá höfundi. NIÐURSTÖÐUR Meðalaldur þeirra ljósmæðra sem svöruðu spurningarlistanum var 47,76 ár (n=165), yngsta var 26 ára og elsta var 69 ára. Af þeim sem svöruðu voru 10 ljósmæður 65 ára og eldri og því lítur út fyrir að ef miðað er við starfandi ljósmæður þá sé hlutfall þeirra mun hærra en 51% sem er svarhlutfall rann- sóknarinnar í heild. Meðalstarfshlutfall ljósmæðra er 80% og meðallengd vinnudags eru tæpar 9 klukku- stundir. Heilsa og lífsstíll Spurt var um mat á eigin heilsu almennt og í samanburði við aldur sem og um hversu góð eða slæm líkamleg og andleg líðan væri. Upplýsingum um ástundun líkamsræktar var safnað ásamt upplýsingum um hæð og þyngd. Ljósmæður voru einnig spurðar um reglubundið mataræði sem og viðhorf til matar og þyngdar, þar á meðal var spurt um hvort viðkomandi hafði farið í megrun. Auk þessa var spurt hvort viðkomandi reykti eða neytti áfengis. Meirihluti ljósmæðra töldu heilsu sína vera mjög góða eða góða. Líkamsrækt Langflestar ljósmæður (59%) stunda reglu- lega líkamsrækt, 3-5 sinnum í viku eða oftar. Um 24% stunda líkamsrækt 1-2 sinnum í viku, 12% sjaldnar en einu sinni í viku og tími til að greina frá öllum niðurstöðum í lokaverkefninu og úrvinnsla ganga um ljós- mæður á Íslandi stendur enn yfir. Áherslan var lögð á að kynna niðurstöður er lutu að almennri heilsu ljósmæðra og lífsstíl, starf- inu sjálfu ásamt líkamlegum heilsuþáttum og tengslum þeirra við vinnuumhverfi, svo sem einkennum frá stoð- og hreyfikerfi og ánægju í starfi. Notuð var lýsandi tölfræði. AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknaraðferð þessarar rannsóknar var megindleg könnun með spurningalista og er rannsóknarsniðið lýsandi. Könnunin var gerð í samstarfi við Ljósmæðrafélag Ís- lands og þátttakendur voru ljósmæður á öllu landinu, bæði kjara- og fagfélagar sem og þær sem eru starfandi og/eða komnar á eftirlaun. Heimtur voru alls 170 spurningar- listar eða 51%. Spurningakönnun sem rannsóknin byggi á var í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn var að- lagaður spurningalisti fyrir ljósmæður sem upphaflega var þróaður fyrir flugfreyjur og hjúkrunarfræðinga, um heilsufar, líðan og vinnuumhverfi. Hann var gerður af Herdísi Sveinsdóttur, Hólmfríði K. Gunnarsdóttur og Hildi Friðriksdóttur (2003). Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir, Hildur Friðriksdóttir og Guðlaug Einarsdóttir lásu yfir spurningalistann og komu með hug- myndir um frekari spurningar til aðlögunar að starfsumhverfi ljósmæðra. Fyrri spurn- ingarlistinn tók til margra þátta: bakgrunns; samspil vinnu og einkalífs; heilsu og lífsstíls; svefns og hvíldar; frjósemisskeiðs og kven- sjúkdóma; veikinda; meðferðar og forvarna; starfs; áreitni á vinnustað og vinnuum- hverfis. Seinni hluti spurningalistans var um eigin færni og sjálfstraust (self-efficacy) og var sá listi eftir Schwarzer og Jerusalem (1995) í þýðingu Hildar Kristjánsdóttur og Hildar Sigurðardóttur og hins vegar um lífsham- ingju (subjective well-being), og voru þær spurningar mælitæki sem Ed Dieners (2001) þróaði, en Hildur Kristjánsdóttir þýddi á ís- lensku. Spurningalistinn var sendur út 16. apríl 2008, nafnlaus og ónúmeraður svo ekki væri hægt að rekja svörin til einstakra þátt- takenda. Dreift var 333 spurningalistum með 95 spurningum til allra ljósmæðra, líka þeirra sem eru hættar að vinna. Ef við- komandi svaraði spurningalistanum var litið á það sem upplýst samþykki og í kynningar- Mynd 1 Hversu góð eða slæm er líkamleg og andleg líðan þín? (n=166 Mynd 2 Reykir þú eða hefur þú reykt? (n=170) Mynd 3 Drekkur þú áfengi? (n=169) Mynd 1 Hversu góð eða slæm er líkamleg og andleg líðan þín? (n=166 Mynd 2 Reykir þú eða hefur þú reykt? (n=170) Mynd 3 Drekkur þú áfengi? (n=169) Mynd 1 Hversu góð eð slæm er líkamleg og andleg líðan þín? (n=166 Mynd 2 Reykir þú eða hefur þú reykt? (n=170) Mynd 3 Drekkur þú áfengi? (n=169) Hversu góð eða slæm er líkamleg og andleg líðan þín? (n=166) Reykir þú eða hefur þú reykt? (n=170) Drekkur þú áfengi? (n=169)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.