Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Side 2
2 Helgarblað 2. febrúar 2018fréttir sem gætu tekið við dómsmálaráðuneytinu Mikið mæðir á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra um þessar mundir og telja margir að dagar hennar í embætti séu taldir vegna landsréttarmálsins. DV tók að gamni saman lista yfir fimm manns sem gætu tekið við embættinu. Brynjar Níelsson Þingmaðurinn fúli, Brynjar Níelsson, er lögfræðimenntaður og hefur mikinn áhuga á að gerast ráðherra dómsmála. Hann er óvinsæll, eða vinsæll eftir hvernig á það er litið, meðal vinstri- manna en slíkt hefur aldrei truflað Sjálf- stæðismenn, er það frekar fjöður í hattinn ef eitthvað er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Áslaug Arna er ritari og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Stjarna hennar hefur risið hátt í stjórnmál- um á undanförnum misserum og má segja að það sé aðeins tíma- spursmál hvenær hún verður ráðherra. Hanna Birna Kristjánsdóttir Hanna Birna var vægast sagt umdeildur ráðherra dómsmála þegar hún gegndi emb- ættinu á árunum 2013 til 2014. Langur tími er liðinn frá lekamálinu og mikið vatn runnið til sjávar, kannski yrði það blautasta tuskan sem Valhöll gæti hent fram- an í vinstrimenn að skipta Sigríði Andersen út fyrir Hönnu Birnu. Jón Steinar Gunnlaugsson Ef það er einhver sem getur tekið í lurginn á dómurum sem kunna ekki að dæma þá er það Jón Steinar. Jón Steinar er innmúraður og vin- sæll Sjálfstæðismaður fyrir utan mikla reynslu á sviði lögfræðinnar. Ef Jón Steinar afþakkar boð um að gerast ut- anþingsráðherra, er þá hægt að hafa samband við Robert Downey? Ásdís Halla Bragadóttir Ásdís Halla er hokin af reynslu úr bæjarstjórn og í stjórnunarstörfum. Hún vakti mikla athygli fyrir bókina Tvísaga sem kom út 2016. Ásdís Halla veit hvernig heimurinn virkar og hvað þarf að gera til að ná árangri. Hún kann einnig að launa greiða og halda fólki góðu. Þ að er til skammar að lög- reglan þaggi niður mál sem koma inn á hennar borð. Ég varð fyrir alvarlegri árás og hélt að það færi eðlilega leið í dómskerfinu. Ég bið aðeins um réttlæti,“ segir Lára Ólafsdótt- ir, stundum nefnd Lára sjáandi, í samtali við DV. Að sögn Láru varð hún fyrir alvarlegri árás í júní í fyrra við bæinn Langholt 1 í Árnes- sýslu. Að hennar sögn kom Ragn- ar Valur Björgvinsson, ábúandi að Langholti 2, og sturtaði yfir hana þungu hlassi af sandi úr hjólagröfu og mátti engu muna að skóflan hæfði Láru í höfuðið. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Lára meiddist illa á hné í árásinni og lagði þegar fram kæru til lög- reglunnar á Hvolsvelli. Í rúma sjö mánuði hefur lögregla ekkert að- hafst í málinu og svarar ekki ítrek- uðum beiðnum lögmanns Láru, Einars Gauts Steingrímssonar, um að verða skipaður réttargæslumað- ur. Segir Einar Gautur að hann hafi aldrei kynnst annarri eins ósvífni í samskiptum sínum við lögregluna. „Þetta var stórhættuleg árás“ DV hefur fjallað um illvígar ná- grannaerjur sem hafa geisað á milli Hreggviðs Hermannssonar og ná- granna hans, Ragnars Vals og Fríð- ar Sólveigar Hannesdóttur. Segja má að Lára hafi orðið sak- laust fórnarlamb átakanna. „Mað- urinn minn er að keyra fyrir Vega- gerðina og það þurfti að koma möl til Hreggviðs. Við vorum á leið í veislu í grennd við býli Hreggviðs og ákváðum því að nýta ferðina og keyra mölina til hans,“ segir Lára. Á meðan verið var að sturta hlassinu úr bílnum fór Lára út úr bílnum og beið. Varð hún vör við rifrildi Hreggviðs og Ragnars Vals sem endaði með því, að henn- ar sögn, að Ragnar vatt sér upp í hjólagröfu og kom æðandi að henni og Hreggviði. Hann sturtaði síðan þungu sandhlassi úr gröfunni yfir þau bæði. Hreggviður náði að víkja sér undan en Lára lenti undir því að hluta. „Skóflan var í höfuðhæð og þetta var stórhættuleg árás að mínu mati. Þetta gerðist mjög snögglega og því hafði ég ekki ráðrúm til þess að koma mér undan,“ segir Lára. Hún meiddist illa á hné í árásinni, sem hún kærði tafarlaust til lögreglu. Sjö mánuðum síð- ar hefur hún ekki enn náð fullum bata. „Ég fékk slæmt högg á hnéð og hef ekki enn náð mér góðri. Það safnaðist fyrir vökvi í hnénu og það hefur verið hvimleitt að glíma við það,“ segir Lára, sem aflaði sér strax áverkavottorðs frá lækni auk þess að kæra. Hið einkennilega er að síðan hefur lögreglan ekkert aðhafst í málinu. „Þeir hafa ekk- ert gert, ekki tekið skýrslur af sjón- arvottum og virt óskir lögfræðings míns að vettugi,“ segir Lára. Efast um heilindi Þetta staðfestir lögfræðingur henn- ar, Einar Gautur Steingrímsson. „Þetta er mjög alvarleg árás með vélknúnu ökutæki sem maður hefði ætlað að lögreglan myndi setja í forgang,“ segir Einar Gautur. Hann óskaði eftir því að fá send öll gögn málsins sem og að verða skipaður réttargæslumaður Láru en hefur að- eins fengið fyrstu skýrslur afhentar. Í júlí í fyrra sendi Einar Gautur athugasemdir til Ríkissaksóknara vegna rannsóknar málsins og bar við meint vanhæfi. Ástæðan er sú að stjúpdóttir Ragnars Vals, hins meinta árásarmanns, starfar sem einn af þremur löglærðum fulltrú- um hjá ákærusviði lögreglustjórans á Suðurlandi. „Það var ekki fallist á þá skoðun mína að embættið skorti hæfi til þess að fara með rannsókn málsins. Þó að einstakur starfs- maður væri vanhæfur þá gilti það ekki um lögreglustjórann sjálfan. Ég er ósammála þessari skoðun, þetta er lítill vinnustaður þar sem nálægðin er mikil og því auðséð að það er afar óþægilegt fyrir lög- reglustjórann að rannsaka meinta líkamsárás stjúpföður starfsmanns á ákærusviði,“ segir Einar Gautur. Hann hefur því áfram þurft að hafa samstarf við skrifstofu lög- reglustjórans á Suðurlandi og segir farir sínar ekki sléttar. „Ég fæ engin svör frá embættinu við mínum fyr- irspurnum og núna eru liðnir um sjö mánuðir. Á meðan mér er ekki svarað þá get ég ekki annað en ef- ast um heilindi þeirra sem að mál- inu koma. Ég hef aldrei kynnst annarri eins ósvífni í samskiptum við lögregluna,“ segir Einar Gautur. Í stuttu svari frá Grími Her- geirssyni, yfirlögfræðingi hjá Lög- reglustjóranum á Suðurlandi, við fyrirspurn DV kemur fram að rannsókn málsins sé lokið og að það hafi verið sent til ákærusviðs. Viðbrögð Einars Gauts eru þau að afgreiðsla málsins geti ekki talist eðlileg enda hefur ekki verið tek- in skýrsla af sjónarvottum né önn- ur eðlileg skref í lögreglurannsókn. „Ef rannsókn lýkur með þessum hætti þá verður málið sent til ríkis- saksóknara. Þá mun ég fá öll gögn í hendur,“ segir Einar Gautur. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Einar Gautur Steingrímsson Lög- fræðingur Láru segist aldrei hafa upplifað aðra eins ósvífni frá lögreglu. Lára Ólafsdóttir Að sögn Láru varð hún fyrir alvarlegri árás um mitt síðasta sumar. Hún kærði málið til lögreglu þá þegar en lög- regluembættið á Suðurlandi hefur ekkert aðhafst í málinu í rúma sjö mánuði. n Lára varð fyrir hættulegri árás n Lögregla hefur ekkert aðhafst í kæru hennar LÁrA SJÁANdi – GrAfiN LifANdi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.