Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Side 6
6 Helgarblað 2. febrúar 2018fréttir F yrir rúmlega tveimur árum var Stefanía Óskarsdótt- ir nær dauða en lífi eftir langvarandi sprautuneyslu. Hún varð vitni að hroðalegum hlutum innan fíkniefnaheims- ins og var búin að sætta sig við að örlög hennar yrðu þau að lúta í lægra haldi fyrir dópinu. Henni var komið til bjargar í tæka tíð en ekki eru allir svo heppnir. Hún gagn- rýnir skort á fjármagni til með- ferðarstofnana og furðar sig jafn- framt á þeim leiðum sem gripið hefur verið til í því skyni að sporna við fíkniefnavandanum. Átti sama séns og allir aðrir Stefanía er fædd og uppalin í litlu samfélagi á Fáskrúðsfirði og fátt benti til þess að hún ætti eftir að leiðast út í óreglu síðar meir. Hún ólst upp við mikla reglusemi þó svo að alkóhólismi væri í „genun- um“ eins og hún orðar það. „Ég á svokallaða fullkomna fjöl- skyldu. Pabbi minn er vaktstjóri hjá lögreglunni. Foreldrar mínir eru of- boðslega gott fólk og ég átti alveg jafn mikinn séns og allir aðrir. En ég var í rosalega miklum mótþróa. Ég var líka mjög kvíðið barn án þess að vita af því. Ofan á það var ég með mikinn athyglisbrest og ofvirkni og fékk ekki greiningu á því fyrr en ég var orðin 18 ára. Mér leið alltaf verr og verr og það var alltaf eitthvað að og mér fannst ég ekki passa inn neins staðar.“ Hún var 15 ára þegar hún próf- aði eiturlyf í fyrsta skipti. „Og þá upplifði ég þetta sem að svo margir fíklar tala um, ég náði loksins að fylla upp í þetta tómarúm. Þarna tókst mér að hemla athyglisbrest- inn og ofvirknina, ég fékk loksins frið í hausinn. Þetta var góður stað- ur. Ég ætlaði bara að vera þarna.“ Ekki löngu seinna flutti Stefanía suður til Reykjavíkur og leiðin lá að- eins niður á við. Hún byrjaði fljót- lega í dagneyslu á örvandi efnum. Og þá neyslu þurfti að fjármagna með einum eða öðrum hætti. „Ég gerði það með því að selja efni, það var mikið um klúbbak- völd á þessum tíma sem ég nýtti mér. Helgarnar byrjuðu á fimmtu- degi og enduðu á þriðjudegi eða miðvikudegi, þá svaf ég og byrjaði svo aftur. Mér tókst mjög vel að fela neysluna fyrir til dæmis foreldr- um mínum þó svo að þau grun- aði alltaf eitthvað. Ég þekkti ekkert nein meðferðarkerfi og vissi í raun ekkert hvað alkóhólismi væri.“ Endaði á götunni Það urðu kaflaskil í lífi Stefaníu árið 2010 þegar í ljós kom að hún var barnshafandi. Hún sneri til baka í gamla heimabæinn ásamt kærastanum og fór edrú í gegnum meðgönguna „á hnefanum.“ „Ég var í rosalega mikilli afneitun og fannst ég ekki þurfa neina hjálp, ég gæti alveg hætt sjálf. Staðreyndin var þó sú að mér leið bara rosalega illa allan tímann og skildi samt ekk- ert af hverju af því að ég vissi ekk- ert um alkóhólisma. Ég var stút- full af kvíða og hélt að ég væri bara eitthvað geðveik. Ég skildi ekki af hverju mér leið ekki vel.“ 18 mánuðum eftir fæðingu elsta barnsins kom síðan annað barn hennar í heiminn. Í lok árs 2014 fluttu Stefanía og barnsfað- ir hennar aftur suður en ekki leið á löngu þar til það slitnaði upp úr sambandinu. „Á þessum tíma bjuggum við hjá foreldrum hans. Ég flutti út og kom mér fyrir á hótelherbergi úti í bæ og ætlaði að vera þar á með- an ég væri að finna eitthvað ann- að. Ég datt mjög fljótt í það, byrj- aði á því að fara út um helgar og svo vatt þetta mjög hratt upp á sig. Það fór allt niður á við. Við vor- um með börnin viku og viku og ég bað barnsföður minn um að taka börnin alveg á meðan ég væri að ná mér á strik. En svo náði ég mér aldrei á strik. Í júní 2015 var ég komin á götuna.“ Í kjölfarið tók við eitt harðasta form fíkninnar. Langt leiddir fíkl- ar mynda ósjaldan þol fyrir dópinu og leita þá í sterkari efni. Stefanía á óljósa minningu um að hafa verið stödd einhvers staðar í svokölluðu „blackouti“ þegar hún fékk sprautu- nál í höndina í fyrsta skipti. „Þetta var seinasta sort. Ég hafði alltaf fyr- irlitið sprautufíkla. Ég sagði alltaf að ég ætlaði sko aldrei að sprauta mig. En það virkaði ekkert á mig lengur. Stefanía var tveggja barna móðir og sprautufíkill á götunni „Ég hef horft upp á ógeðslega hluti“ Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is n Sökk djúpt í heim fíkninnar n „Það er í rauninni bara kraftaverk að ég sé á lífi í dag“„Þarna tókst mér að hemla athyglisbrestinn og ofvirknina, ég fékk loksins frið í hausinn. Þetta var góður staður. Ég ætlaði bara að vera þarna. Bjó á götunni Stefanía hefur horft upp á hrottalega hluti í undirheimunum og í eitt skipti var henni haldið í gíslingu klukkutímum saman vegna fíkniefnaskuldar félaga hennar. m y n d Jó n ín A G . ó sk A r sd ó t ti r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.