Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Síða 14
14 Helgarblað 2. febrúar 2018fréttir svo allt gangi smurt l Öryggisvörur l Efnavörur l olíuvörur K atrín Dröfn Bridde and- aðist þann 24. janúar síð- astliðinn. Útför hennar fer fram í dag (föstudag) frá Bústaðakirkju. Katrín eignaðist fjögur börn og eiga þau um sárt að binda og þurfa á stuðningi að halda. Katrín hafði átt við áfeng- is- og fíkniefnavanda að stríða en hafði haft betur í baráttunni við Bakkus í dágóðan tíma þar til hún féll á síðasta ári. Sambýlismaður Katrínar, Kristján Markús Sívars- son, afplánar nú dóm svo börnin fjögur eru án foreldra sinna. Friðrik Bridde, fyrrverandi skrifstofustjóri ráðhússins og fyrr- verandi bílstjóri borgarráðs og fað- ir Katrínar, stofnaði sjóð til styrktar börnunum fjórum og verða þeir peningar lagðir inn á fjórar banka- bækur á nafni hvers barns og lok- að til 18 ára aldurs. Ljóst er að það munar um hverja krónu og þurfa börnin sárlega á stuðningi að halda. Þá er vert að taka fram að DV birtir umfjöllun um Katrínu í samráði við fjölskyldu hennar. Katrín átti eins og áður segir í baráttu við áfengi og fíkniefni og hafði oft betur. Þann 24. janúar átti sér stað mikill harmleikur á heim- ili hennar og tóku fíkniefnin enn eina ungu manneskjuna. Þá var greint frá því í fjölmiðlum að leit- að var að sambýlismanni Katrínar sem var grunaður um að koma ekki manneskju í neyð til aðstoðar. Þrátt fyrir erfiða baráttu við fíkn reyndi Katrín, að sögn vina og fjölskyldu, að vera góð móðir og til staðar fyr- ir krakkana fjóra. Elsti drengur- inn hefur tekist á við ódæmigerða einhverfu og yngsta dóttir hennar fæddist með hjartagalla. Katrín var vinamörg og ótal margir sem minnast hennar á samskiptamiðlum með fallegum orðum. Á Facebook hafa tugir vina skrifað hjartnæmar minningar- greinar. Vinirnir segja Katrínu hafa verið með hjarta úr gulli. Hún hafi ekki farið í manngreiningarálit, verið sterk og góð móðir, trygg og alltaf til staðar fyrir vini sína. „Tárin leka, lífið er stundum svo ósanngjarnt,“ segir Kolbrún Jónsdóttir, einkaþjálfari og vin- ur Katrínar til margra ára. Ester Ósk segir: „Elsku Kata mín, ég sit hér orðlaus og dofin eftir þessar hræðilegu fréttir sem ég fékk í nótt, er ekki að trúa þessu, elsku stelpan mín [...] Elsku gull, Guð blessi og vaki yfir fjölskyldu þinni og elsku börnunum á þessum hræðilega erfiða tíma. Hvíldu í friði, hjarta- gull“ Kristín segir: „Kata var með hjarta úr gulli, góð stelpa, sem reyndi margt í lífinu. Alltaf sterk og góð móðir, heimilið fallegt, hreint og fínt. Hvíl í friði, Kata mín.“ Þá segir Elín: „Þær eru margar stund- irnar sem koma upp í hugann þar sem hún sýndi hversu sönn og falleg manneskja hún var. Hug- ur minn er hjá börnunum og fjöl- skyldunni. Megi allar góðar vættir veita ykkur styrk í sorginni.“ Heiða, vinkona Katrínar, skrifar: „Elsku Kata mín. Þú áttir alltaf stóran stað í hjarta mínu enn á mínum verstu tímum varst þú til staðar og þú fórst sko ekki í manngreinarálit. Er búin að vera að hugsa til baka með tárin í augunum og það sem stendur upp úr er hvað þú varst trygg.“ Elsa: „Takk kærlega fyrir allt. Þú sterka Kata ert farin til móð- ur þinnar sem þú saknaðir svo sárt. Sonur minn þakkar fyrir allt sem þú gerðir fyrir hann. Minn- ing þín lifir sterkt og reynum við eins og hægt að að vera til staðar og sýna englum þínum styrk og ást.“ Halldóra: „Þú varst svo mikil mamma krakkanna þinna og sett- ir þau alltaf í forgang.“ Eyjólfur: „Hugur minn er hjá fallegu börn- unum þínum sem ég veit að þú gerðir allt fyrir og verndaðir. Nú þegar verndarengillinn er farinn þá hugsa ég til barnanna og tím- ann sem fram undan er hjá þeim.“ Þeir sem vilja styðja börnin á þessum erfiðu tímum geta lagt inn á reikning: 111-05-010112 Kennitala: 310851-2999 n Fjögur börn móðurlaus n Góð móðir þrátt fyrir erfiða baráttu við fíkn Börn í sárum þurfa á stuðningi að halda Margir minnast Katrínar: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is „Hvíldu í friði, hjartagull

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.