Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Page 16
16 Helgarblað 2. febrúar 2018fréttir A llt að fimmtíu kettir hafa verið drepnir með eitri eða eru horfnir á Suður- landi, á svæði sem nær frá Sandgerði til Selfoss. Viðmæl- endur DV telja að í Hveragerði búi einstaklingur eða einstaklingar sem stundi það að láta ketti hverfa og eitra fyrir þeim með frostlegi. Eigandi kattar sem hvarf síðasta haust hefur skoðað dularfull katt- arhvörf á svæðinu. Lögreglan á Suðurlandi er nú að rannsaka þrjú kattadrápsmál, en síðast var eitr- að fyrir ketti á Selfossi um jólin. Bæjarstjórinn í Hveragerði segir að mál á borð við þessi séu ekki al- gengari þar en annars staðar. Upp- lýsingar frá MAST benda þó til að ekki sé allt með felldu. Eins og jörðin hafi gleypt hann Bergljót Davíðsdóttir hefur búið í Hveragerði í 11 ár. Í septem- ber í fyrra hvarf kötturinn henn- ar, Blakki, og hefur hann ekki sést síðan. Blakki er fjórði köttur Berg- ljótar sem hverfur á síðustu fjórum árum. „Kettirnir mínir fara alltaf út um gluggann í stofunni og koma alltaf heim á kvöldin. Um miðjan september í fyrra varð ég þess vör að Blakki var ekki kominn inn og ég hafði ekki séð hann frá morgni. Mér varð þá ljóst að eitthvað væri að. Vakti og kallaði á hann til þrjú um nóttina, en gafst þá upp. Hann var geltur og örmerktur en ekki með ól þar sem honum tókst alltaf að nudda henni af sér. En ég hef leitað hans, spurst fyrir og fylgst með síðan, en það er eins og jörðin hafi gleypt hann. Rétt eins og hinar kisurnar mínar sem hreinlega hurfu og ekkert til þeirra spurst síðan,“ segir Bergljót. Allt frá því kattadrápin hófust sumar- ið 2015 hefur Bergljót, sem er mik- ill dýravinur og ræktaði hunda í tíu ár, fylgst með og látið að sér kveða þegar kettir hverfa eða drepast. „Það hafa tveir aðrir kettir horfið héðan úr götunni og grunur leikur á að fleiri hafi gufað upp. Í sumum tilfellum hefur verið ekið yfir ketti og í einhverjum tilfellum hafa þeir fundist dauðir utan vegar.“ „Í mínum huga er það ljóst að hér er ekki um tilviljun að ræða. Það segir sig sjálft að það gengur enginn um bæinn og skilur eftir sig eitraðan fisk. Það er markvisst ver- ið að fækka köttum af einhverjum sem ég held að gangi ekki heill til skógar. Hann, hún eða þeir, virðast hafa skipt um aðferð eftir að fjöl- miðlar fóru að fjalla um þessi mál. Enginn féll fyrir eitri hér í Hvera- gerði síðasta sumar, heldur hurfu því fleiri kettir. Mitt mat er að níð- ingurinn hafi aðeins skipt um að- ferð.“ Umleitanir Bergljótar hófust skömmu eftir að Blakkur hvarf, þá komst hún í samband við ungan pilt í gegnum íbúahóp á Facebook sem sagði henni að tvo sundur- skorna ketti mætti finna við bæinn Friðarstaði rétt fyrir ofan Hvera- gerði, þar mætti einnig finna katt- Á hælum katta- morðingjans n Allt að 50 kettir drepnir eða horfnir á þremur árum n Lögregla með þrjú mál til rannsóknar Kettirnir sem hurfu 2017 n Bella – Hvarf 9. júní n Blakki – Hvarf 15. september n Jonni – Hvarf 8. október n Herkúles – Hvarf 13. október n Emil – Hvarf 15. október n Hvarf 27. október n Hvarf 24. nóvember n Hvarf 2. desember „Það er mjög líklegt að sami aðili eða sömu aðil- ar séu á bak við þetta,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Helgi segir miklar líkur á að við- komandi búi í Hveragerði og hugsanlega telji ketti vera meindýr sem þurfi að útrýma. „En að ganga svona langt með að deyða þá er atriði sem maður setur spurningarmerki við. Það er eitt að telja ketti ekki vera velkomna í okkar umhverfi, en það er annað að grípa til aðgerða af þessu tagi. Það vitn- ar um einhverja ... bresti.“ Helgi segir að svona mál og umræða geti vak- ið óhug hjá kattareigendum sem telji líklegt að einhver hafi fargað kettinum þegar hann skil- ar sér ekki heim. „Fólk er á tánum, þetta spyrst út í bænum og hefur farið í fréttir. Þannig að við hvert kattarhvarf fer fólk að gruna að þar sé maðk- ur í mysunni.“ Telur Helgi að í svona málum geti hæglega orðið stemning líkt og í Lúkasarmálinu árið 2007. „Þá voru menn strax búnir að ákveða að hann hefði verið drepinn og tiltekinn einstak- lingur tengdur við það. Svo dúkkaði hundurinn upp eins og ekkert hefði í skorist. Slíkt gæti átt sér stað í þessu máli, en við vitum samt að það hafa kettir verið drepir í Hveragerði og það er eitthvað í gangi, en við vitum ekki hversu stórt málið er.“ LíKLegt að sami aðiLi eða aðiLar séu að verKi Ari Brynjólfsson ari@pressan.is „Það er markvisst verið að fækka köttum af einhverjum sem ég held að gangi ekki heill til skógar í hveragerði Blakki Blakki hvarf í september 2017. Bergljót er nú með tvo ketti, kettling sem fer ekki út úr húsi og Blökku, systur Blakka, sem Bergljót segir vera mannafælu. Bergljót Davíðsdóttir Bergljót hefur búið í Hveragerði í 11 ár, hún er mikill dýravinur og hefur átt fjóra ketti á fjórum árum sem hafa horfið. MynD Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.