Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Page 36
Fermingar Helgarblað 2. febrúar 2018KYNNINGARBLAÐ Ljósmyndakassar í veisl-um eru bráðskemmtileg nýjung sem hefur verið að breiðast út hér á landi undan- farin misseri. Veislugestir taka af sér skemmtilegar myndir og geta notað ýmsa leikmuni til að skreyta myndina. Fólk getur fengið myndina sína til sín rafrænt um leið og búið er að taka hana. Myndakassarnir höfða til fólks á öllum aldri, lítilla barna jafnt sem eldri borgara. Elías Birkir Bjarnason rekur fyrirtækið Instamyndir sem sérhæfir sig í útleigu á myndakössum. Hann hefur verið með þessa starfsemi frá árinu 2015 við stigvax- andi vinsældir. „Þetta er í rauninni bara „photobooth“, ljósmyndaklefi þar sem boðið er upp á ýmsa möguleika við að taka myndir. Það eru alvöru myndavélar og linsur í þessu, mikil gæði. Það geta fylgt leikmunir fyrir myndatökurnar en aðrir kjósa að nota sína eigin muni,“ segir Elías. Hægt er að senda sér myndirnar í sms og tölvupósti og oftar en ekki eru myndirnar komnar á netið, t.d. á Facebook-síðu við- komandi, skömmu eftir myndatökuna. „Þetta höfðar til fólks á öllum aldri. Krakkar hafa mjög gaman af þessu og við höfum líka farið með svona myndaklefa í áttræðisafmæli á elliheimili þar sem þeir hafa vakið mikla lukku. Þannig að þetta er fyrir alla,“ segir Elías. Hann segir jafnframt að mynda- klefarnir henti afskaplega vel í fermingarveislur og mörgum finnist gott að geta náð myndum af öllum gestunum í sparifötunum. Instamyndir setja upp myndaklef- ann á staðnum og taka hann síðan niður að veislu lokinni. Afar auðvelt er að taka myndir og einfaldar leiðbein- ingar eru á skjánum. Núna er í gangi sérstakt ferm- ingartilboð hjá Instamyndum: Mynda- kassi og bakgrunnur á 30.000 krónur. Enginn annar kostnaður fylgir notkun myndakassans í veislunni. Til að panta myndakassa í veisluna og fá nánari upplýsingar er best að fara inn á vefsíðuna instamyndir.is og framhaldið skýrir sig sjálft. Skemmtilegar myndir af öllum gestum INsTAMyNdIr.Is: MyNdAKAssI í VEIsluNA Kerti, ljósmyndasteinar, silfurskartgripir og margt fleira handa fermingarbarninu pollyANNA.Is og sKAuTAlIF.Is Við bjóðum upp á falleg ferm-ingarkerti með nafni ferm-ingarbarnsins og mynd af því. Kertið brennur niður en myndin stendur eftir og breytist í nokkurs konar kertalukt sem fermingar- barnið getur átt um ókomna tíð,“ segir gíslína Vilborg Ólafsdóttir, sem rekur vefverslanirnar pollyanna.is og skautalif.is. Hún selur einnig ljósmyndasteina sem eru afar vinsælir en þá er ljós- mynd sett á þar til gerða ljósmynda- steina og útkoman er mjög falleg. Fallegt að hafa með á gjafaborðinu eða sem afmælis- eða jólagjöf t.d. til ömmu og afa með mynd af ferm- ingarbarninu. Hægt er að fá fleiri hugmyndir til að setja ljósmyndir á sem hægt er að skoða inni á vefversl- uninni. Einnig er hægt að fá fleiri vör- ur sem hægt er að setja á persónu- legar myndir eða skilaboð. Má þar nefna símahulstur, bolla, glasamottur og fleira, sem geta verið skemmti- legar gjafir til fermingarbarnsins frá vinum þess. Kerti, ljósmyndasteinar og aðr- ar vörur til merkingar eru inni á pollyanna.is, en á skautalif.is er úrval af vönduðum ítölskum silfurhálsmen- um, fyrir fimleikastráka og -stelpur, skautastelpur og ballettstelpur. Á skautalif.is eru líka margvíslegar vörur sem tengjast skautaíþróttinni en einnig er hægt að kíkja við í verslun skautalífs í skautahöllinni í laugardal. „Þar er gott úrval af skautatengdum vörum og án efa hægt að finna góða og nytsama gjöf fyrir skautastelpur,“ segir gíslína. Vörur úr vefverslununum pollyanna.is og skautalif.is eru sendar um land allt og er sendingarkostn- aður 750 kr. á hverja sendingu. Hann fellur hins vegar niður ef keypt er fyrir 10.000 kr. eða meira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.