Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Síða 51
512. febrúar 2018 Síðustu vikur hefur Kraftur, stuðnings-félag ungs fólks sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur, staðið fyrir árvekni- og fjáröflunarátaki sem þau kalla: Krabbamein kemur öllum við | Lífið er núna. Á sunnudaginn kemur, þann 4. febrúar, verður lokahnykkurinn í þessu átaki þegar allir sem vettlingi geta valdið koma saman í Hörpunni og perla armbönd sem síðan verða seld á viðburðinum en ágóðinn rennur allur til Krafts. Kraftur stefnir á að slá Íslands- met í fjölda þeirra sem koma að armbandagerðinni og búist er við enn betri mætingu en í fyrra. Nokkrir frábærir listamenn munu stíga á svið og stytta perlur- um stundir en meðal þeirra má nefna Valdimar, Amabadama, Úlfur Úlfur og svo DJ Sóley sem nýlega lauk við krabba- meinsmeðferð sjálf. Lætur hárið fjúka til styrktar krabbameinssjúkum Ester Amíra Ægisdóttir, 11 ára, ætlar að láta hárið fjúka á við- burðinum til styrktar krabba- meinssjúkum. En báðar ömmur hennar hafa greinst með krabba- mein og ákvað hún að láta klippa hár sitt til hárkollugerðar fyrir krabbameinssjúka og safna áheitum til styrktar Krafti. Upphaflegt markmið hennar var að safna yfir 100.000 krón- um en hún er þegar komin vel yfir þá upphæð. Viðburðurinn hefst klukkan 13.00 og stendur til klukkan 17.00. Ókeypis er í bílastæði Hörpu meðan á viðburðinum stendur í boði 115 security. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og allir hjartan- lega velkomnir. Ætla að slá Íslandsmet Í armbandagerð á sunnudaginn Valdimar, Úlfur Úlfur, amabadama og dJ sóley skemmta. Ókeypis aðgangur. allir hvattir til að mæta. DJ Sóley Sóley greindist með brjóstakrabba- mein í fyrra. Hún mun spila skemmti- lega tónlist á sunnudaginn svo að perlarar fái meiri innblástur. Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.