Morgunblaðið - 06.09.2018, Page 20

Morgunblaðið - 06.09.2018, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 íslensk Ný uppskera Afgreiðslutímar á www.kronan.is ... hjá okkur í d a g H já bó nda í gæ r ... Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í svari Bjarna Benediktssonar, fjár- mála- og efnahagsráðherra, við fyr- irspurn frá Oddnýju G. Harð- ardóttur um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflands- svæðum, sem birt var á vefsíðu Al- þingis í sumar, kemur fram að nið- urstöður í rannsóknarskýrslum Skattrannsóknastjóra ríkisins (SRS) í þeim málum sem lokið er rannsókn á, sýna að vanframtaldir undandregnir skattstofnar nemi alls um 15 milljörðum kr. Meginhluti skattstofnsins sé fjármagnstekjur. SRS hafi lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengist svonefndum Pa- nama-gögnum. Jafnframt kemur fram í svari fjármálaráðherra að gjaldabreyt- ingar Ríkisskattstjóra (RSK) á ár- unum 2016, 2017 og það sem af sé árinu 2018 hafi numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem komu fram í þeim gögnum sem RSK fékk framsend frá SRS. Enn sem komið er liggi ekki fyrir hversu mikið muni innheimtast af þeim fjárhæðum sem nefndar séu. Almennur tekjuskattur Í upplýsingunum frá SRS kemur fram að embættið segir 15 milljarða króna vera vanframtalinn skatt- stofn. Í þeim tilvikum þegar um undandregnar fjármagnstekjur ein- staklinga er að ræða reiknist fjár- magnstekjuskattur af þeim tekjum, en í öðrum tilvikum almennur tekju- skattur. Þegar um lögaðila er að ræða teljist tekjurnar til rekstr- artekna og þar með reiknist al- mennur tekjuskattur lögaðila af þeim. Heimildarmaður Morgunblaðsins segir ljóst að með endurálagningu, sektum og dómstólaleiðinni í ein- hverjum tilvikum, sé ljóst að þegar séu komnar miklu meiri end- urheimtur í ríkissjóð, en útlagður kostnaður var fyrir kaupum á gögn- unum á sínum tíma. Hann telur jafnljóst að miklu hærri fjárhæðir eigi eftir að skila sér í ríkissjóð, með þeim úrræðum sem SRS, RSK, yf- irskattanefnd og dómstólar hafi. Gögnin keypt fyrir 37 milljónir Í svari ráðherra kemur fram að mest að umfangi séu þau gögn sem SRS keypti á árinu 2015 fyrir 37 milljónir króna sem sýndu fram á raunverulegt eignarhald nokkur hundruð íslenskra skattþegna í fé- lögum sem voru á aflandssvæðum. Nánar tiltekið hafi verið um að ræða upplýsingar um 585 félög og tengsl þeirra við nafngreinda Íslendinga. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fjárheimildir SRS til skatt- rannsókna voru auknar í kjölfar hrunsins sem hafi gert SRS kleift að fjölga starfsfólki. Samkvæmt upp- lýsingum frá SRS komist embættið þó ekki yfir að sinna öllum þeim verkefnum sem embættið teldi æskilegt að sinna. og sé því málum forgangsraðað eins og kostur sé. Hlutur RSK í úrvinnslu um- ræddra gagna hafi verið með öðrum hætti enda embættunum ætluð ólík hlutverk. Embættið hafi verið styrkt sérstaklega í kjölfar hruns- ins. Undanskot nema um 15 milljörðum  Rannsókn SRS í 89 málum sem tengjast Panama-gögnum er lokið Morgunblaðið/Golli Undanskot Ljóst þykir að end- urheimtur verði meiri en kostnaður. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Fjölnismaðurinn séra Tómas Sæ- mundsson var eldheitur ættjarðar- vinur. Hann lék stórt hlutverk í þjóð- ernisvakningunni sem varð meðal íslenskra stúdenta í Kaupmanna- höfn á fjórða og fimmta áratug nítjándu aldar. Hann ferðaðist um Evrópu, brennandi í andanum „að koma í föðurlandi mínu nokkru því til vegar sem ég hafði séð í hinum sið- aðri löndum og ég þóttist sannfærð- ur um að líka gæti þrifist á Íslandi,“ eins og hann segir í Ferðabók sinni. Ræturnar í þjóðernisvakningu Laugardaginn 8. september klukkan 15 ætlar Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur að fjalla um Tómas Sæmundsson, sjálf- stæðisbaráttuna og fullveldið 1918. Fyrirlesturinn, sem er sá fjórði og síðasti í fyrirlestraröðinni Fullveldið og hlíðin fríða, er haldinn að Kvos- læk í Fljótshlíð og ber titilinn Tómas Sæmundsson, sjálfstæðisbaráttan og fullveldið 1918. „Ég tek fyrir ræturnar að sjálf- stæðisbaráttunni, en þær liggja í þeirri vakningu sem varð meðal ís- lensku stúdentanna í Kaupmanna- höfn. Svo ræði ég um Fjölnismenn og rek aðeins hvernig sjálfstæðis- baráttan þróaðist og hvernig hug- myndir manna breyttust allar götur fram til fullveldisins 1918. En Tómas er þungamiðjan í fyrirlestrinum þar sem ég fjalla um hvaða hlutverki hann gegndi í sjálfstæðisbaráttunni, eða upphafi hennar.“ Gunnar Þór segist leggja áherslu á að það hafi ekki verið þannig að Ís- lendingar hafi heimtað sjálfstæði strax í byrjun og svo bara hjakkað í því. „Hugmyndir manna breyttust og allar aðstæður breyttust á þess- um tíma. Og Ísland var allt annað land árið 1918 en það var sjötíu, átta- tíu árum fyrr, þegar Tómas Sæ- mundsson var upp á sitt besta.“ Kom miklu í verk Gunnar Þór segir flesta Íslend- inga þekkja Tómas fyrir það að hafa verið einn af Fjölnismönnum sem gáfu út tímaritið Fjölni og þannig sé hans minnst í sögubókum. „En hann var ótrúlega kraftmikill og afkasta- mikill. Hann skrifaði rit og ferðaðist mikið, fór til dæmis í langa Evrópu- reisu, sem var mjög óvanalegt fyrir Íslendinga á þessum tíma. Hann var alltaf að fræðast og læra um löndin, þjóðirnar og menninguna sem hann ætlaði svo að nýta hér heima; brenn- andi í andanum um að Íslendingar færu nú að vakna, taka sig saman og taka framförum.“ Kom hann þá heim úr þessari reisu sinni og kveikti í Íslendingum? „Það er góð spurning“ segir Gunn- ar Þór og hlær. „Tómas kom ótrú- lega miklu í verk þrátt fyrir að hafa ekki verið heill heilsu eftir að heim var komið. Líklega veiktist hann í ferðinni og hann lést nokkrum árum síðar, árið 1841. En hann var alveg stútfullur af hugmyndum um hvern- ig best væri að endurvekja Alþingi og hvernig vekja mætti þjóðina og hvetja hana til dáða. Hann var svona eldhugi. Maður hrífst af honum.“ Ljósmynd/Wikipedia Fullveldi lýst Mannfjöldi við Stjórnarráðshúsið 1. desember 1918 þegar lýst var yfir fullveldi Íslands. Tómas vildi hvetja þjóðina til dáða  Lifði ekki að sjá Ísland verða fullvalda ríki en átti þátt í því Gunnar Þór Bjarnason Tómas Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.