Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Greiningarsýning á ljósmyndum Al- freðs D. Jónssonar verður opnuð í Þjóðminjasafninu á laugardaginn. Með sýningunni er leitað eftir aðstoð almennings við að þekkja fólk á ljós- myndum sem hann tók á fyrri hluta síðustu aldar. Alfreð rak ljósmynda- stofu, fyrst á Klapparstíg 37 árin 1931 til 1935 og síðan á Laugavegi 23 árin 1935 til 1952. Filmusafn Alfreðs, sem telur um 20 þúsund myndir, var afhent Þjóð- minjasafninu til varðveislu árið 2009. Það var að litlu leyti skráð. Mynd- irnar á sýningunni eru allar frá ljós- myndastofu Alfreðs. Óþekkt og nafnlaust Fólkið á myndunum er allt óþekkt og nafnlaust. „Gildi myndar eykst mikið ef vitað er hvern hún sýnir,“ segja starfsmenn safnsins. Morgun- blaðið leggur málinu lið með því að birta nokkrar myndanna á sýning- unni. Lesendur sem þekkja fólkið eru beðnir að koma þeim upplýs- ingum á framfæri við safnið. Samhliða sýningunni verða mynd- irnar á sýningunni ásamt fleiri óþekktum myndum Alfreðs aðgengi- legar á vefnum sarpur.is. Þar gefst fólki kostur á að skoða myndirnar og koma með athugasemdir rafrænt. Greiningar af sýningunni verða sett- ar inn í Sarp jafnóðum og öfugt (þ.e.a.s. greiningar sem fást í gegn- um Sarp verða settar við myndirnar á sýningunni). Að sögn Kristínar Höllu Baldvins- dóttur, sérfræðings hjá Þjóðminja- safninu, var Alfreð D. Jónsson al- þýðuljósmyndari, þ.e.a.s. viðskipta- vinir hans voru fyrst og fremst almenningur. Eins er talsvert um myndir af hermönnum sem stað- settir voru hér á landi. Í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóð- minjasafni eru að sögn Höllu varð- veittar tæplega sjö milljónir mynda svo þar er um gríðarlegt heimilda- safn að ræða, bæði úrval þjóðlífs- og mannamynda frá upphafi ljósmynd- unar 1839 og fram yfir aldamótin 2000, en líka besta varðveitta úrval teiknaðra og málaðra manna- og þjóðlífsmynda frá Íslandi frá 16.-19. öld. Þangað leita fræðimenn og námsmenn og reglulega birtast í rit- gerðum, blöðum og bókum ljós- myndir og teikningar sem ekki hafa sést áður. Hlutverk Ljósmynda- safnsins er að safna, skrá og varð- veita ljósmyndir, glerplötur, filmur, skyggnur og önnur gögn er tengjast ljósmyndum. Kristín Halla segir að þátttaka á greiningarsýningum safnsins hafi verið góð í gegnum tíðina og hafi oft náðst að greina heilu myndasöfnin með þessari aðferð. Aðgangur á sýninguna er ókeypis. Óþekkt fólk á gömlum ljósmyndum  Þjóðminjasafnið leitar aðstoðar almennings við að nafngreina fólk á portrettmyndum Alfreðs D. Jónssonar frá fyrri hluta síðustu aldar  Alfreð rak ljósmyndastofu í Reykjavík 1931 til 1952 Fjölskylda Líklega foreldrar með börn sín, öll eru þau í sínu besta pússi. Lítil stúlka Þessa fallegu peysu hefur mamma kannski prjónað og húfuna líka. Barnmörg Hjón fyrir miðju eiga líklega öll þessi átta börn sem flest eru uppkomin.Fjórar kynslóðir Ekki er ólíklegt að hér séu langamma, amma, móðir og dóttir hennar.  FLEIRI MYNDIR 28 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is TOYOTA LAND CRUISER 150 GX nýskr. 06/2010, ekinn 158 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verulega flott eintak! Verð 4.440.000 kr. Raðnúmer 380096 RENAULTMASTER DCI125 L2H2 nýskr. 01/2015, ekinn aðeins 47 Þ.km, dísel, 6 gíra. Verð 2.490.000 kr. + vsk. Raðnúmer 257493 ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI NÝR - SKODAOCTAVIA AMBITION Árgerð 2018, ekinn 0 KM, dísel, beinskiptur. Verð 3.470.000 kr. Raðnúmer 380131 NÝR - FORDTRANSIT 350 L3H1D/C TREND FWD dísel (131 hö), 6 gírar. TILBOÐSVERÐ 3.999.000 kr. + vsk. Raðnúmer 257474 NÝR - FORDTRANSIT 350 TREND L3H1 4WD dísel (170 hö), 6 gíra. Verð 5.150.000+ vsk. Raðnúmer 230593 Bílafjármögnun Landsbankans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.